Starfsmenn ósáttir við launahækkun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:00 Starfsmaður í einu af vöruhúsum Amazon á Bretlandi. Nordicphotos/Getty Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira