Ferðatöskur til Parísar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. október 2018 07:00 Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar