Krísa! Friðjón Friðjónsson og Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 3. október 2018 07:00 Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Friðjón Friðjónsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Öll fyrirtæki geta orðið fyrir áfalli eða farið í gegnum krísu vegna atvika sem ekki gera boð á undan sér. Með góðum undirbúningi og réttum viðbrögðum er þó hægt að koma í veg fyrir að orðspor fyrirtækisins skaðist til lengri tíma. Það hefur aldrei gefist vel að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir því að áfallið líði hjá. Væntingar til fyrirtækja eru miklar og viðbrögðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Fjölmiðlar eru vel vakandi, einstaklingar eru óhræddir við að tjá skoðun sína á samfélagsmiðlum og á skömmum tíma getur lítið atvik orðið að stóru máli ef ekki er rétt brugðist við. Orðspor fyrirtækja er undir og því skiptir öllu máli að bregðast við með réttum hætti. Viðbragðsleysi rýrir traust Það felast mikil verðmæti í því að byggja upp og viðhalda góðri ímynd. Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli ímyndar og velgengni fyrirtækja, óháð því hvort þau eru skráð á markað eða ekki. Greining á mögulegum krísum og orðsporsáhættu er því mikilvægur liður í rekstri fyrirtækja samhliða undirbúningi um það hvernig bregðast skuli við og miðla upplýsingum. Ef fyrirtæki er ekki búið undir það að takast á við verkefnið eru allar líkur á því að skaðinn verði meiri. Oftast eru það viðbrögð stjórnenda sem gera krísuna verri en þurfa þykir. Viðbragðsleysi, sem kemur til af því að fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru ekki undirbúin, getur haft sömu áhrif. Þær eru óteljandi sögurnar af því þegar fyrirtæki hafa brugðist við krísum með vitlausum hætti – eða jafnvel haldið að allt muni líða hjá án þess að bregðast þurfi við. Oft skýrist það af því að fyrirtækin hafa ekki undirbúið sig, hafa ekki búið til samskiptaáætlun og vita ekki hvernig bregðast skuli við þegar á reynir. Þá verða krísur að klúðri og ímynd fyrirtækisins bíður hnekki sem erfitt er að bæta. Bestu fyrirtækin koma þó undirbúin til leiks. Þau hafa nýtt tímann vel með því að greina möguleg áföll og hvernig best er að takast á við aðstæður með skýrum skilaboðum og réttum verkferlum. Fyrir fram mótuð samskiptaáætlun kemur sér vel þegar erfið mál koma upp og lykillinn að árangri er að hafa frumkvæði í innri og ytri samskiptum við hagsmunaaðila. Samskipti við fjölmiðla Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Það sem fjölmiðlar kjósa að fjalla um verður almenningseign og því hefur umfjöllun fjölmiðla áhrif á það hvernig atvinnulíf, stjórnmál og samfélög bregðast við og þróast. Orðræða almennings og fjölmiðla stigmagnast með tilkomu samfélagsmiðla. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að vera meðvitaðir um þetta breytta landslag og tilbúnir að bregðast hratt við væntingum neytenda og hagsmunaaðila sem og spurningum fjölmiðla. Það er mikilvægt að stjórnendur og talsmenn fyrirtækja séu vel undirbúnir í samskiptum ef bregðast þarf við atburðum sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Þögn undirstrikar óvissu en útúrsnúningur og tilraun til þess að afvegaleiða umræðu skapar vantraust. Þá er mikilvægt að styðjast einungis við staðreyndir, segja rétt og satt frá og segja söguna alla sjálfur en ekki hálfkveðnar vísur. Það sem er ósagt eða ósatt verður oftar en ekki aðalatriðið í umfjöllun sem getur orðið kostnaðarsamt. Nýlegt dæmi af Elon Musk þar sem eitt tíst kostaði hann stjórnarformennsku í Tesla og hann og fyrirtækið samtals 40 milljónir dollara í sektir sýnir að orð geta verið dýr. Það felst lærdómur í því fyrir fyrirtæki og stjórnendur þeirra að takast á við krísur. Góður undirbúningur er sem fyrr segir lykilatriði og það er mikilvægt að huga að honum áður en til krísunnar kemur. Þannig eru fyrirtæki frekar í stakk búin til að takast á við erfiðleika . Við gerð skilvirkra samskiptaáætlana skapast einnig svigrúm til að koma auga á mögulegar hættur og fyrirbyggja á þann hátt áföll sem geta haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækja – áður en það verður of seint.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun