Google rukkar snjallsímaframleiðendur fyrir aðgang að forritum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 09:54 ESB sakaði Google um að þvinga snjalltækjaframleiðendur til þess að gefa forritum þess forgang. Vísir/Getty Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla. Google Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla.
Google Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira