Basl við búskap tefur ársreikningsskil Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2018 12:15 Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Vísir/Jón Sigurður Tæknilegir örðugleikar og bústörf hafa orðið til þess að Skorradalshreppur hefur ekki skilað ársreikningum fyrir árin 2016 og 2017, að sögn oddvita hreppsins. Hann segir sveitarfélagið þó vel stætt og að vonir standi til að hægt verði að ganga frá reikningnum á næsta fundi hreppsnefndarinnar. Þó að aðeins um 60 einstaklingar hafi lögheimili í Skorradal hefur hreppurinn umtalsverðar tekjur af þeim rúmlega 600 sumarhúsum sem reist hafa verið hringinn í kringum Skorradalsvatn. Er nú svo komið að þar má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Árni Hjörleifsson, oddviti hreppsnefndar, segir að fjárhagur sveitarfélagsins standi vel fyrir vikið. Það sé skuldlaust og áætlað sé að hreppurinn sé næst tekjuhæsta sveitarfélag landsins, miðað við höfðatölu. Erfitt er þó að sannreyna þessar fullyrðingar Árna því jú, sveitarfélagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árin 2016 og 2017. Vísir hafði samband við sveitarstjórnarráðuneytið og fékk þær upplýsingar að Skorradalshreppur væri eina sveitarfélag landsins sem væri búið að koma sér í þessa stöðu.Tíður dráttur Vandræði með ársreikningaskil virðast þó ekki vera ný af nálinni í hreppnum. Í fundargerð hreppsnefndar frá því í nóvember 2016 má finna bókun þar sem tveir fundarmenn lýsa yfir óánægju með trassaskap við ársreikningaskil. „Við hörmum að enn og aftur er verið leggja ársreikning 2015 fyrir á seinni hluta ársins og leggjum enn áherslu á að tímamörk og skil á ársreikningi verði virt og staðið verði við þær dagsetningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum,“ segir í bókuninni. Árni segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að hreppurinn hafi ekki skilað ársreikningum síðastliðinna tveggja ára. Þeirra helst eru vandræði með innleiðingu nýs tölvukerfis. Vandræðin hafi dregist á langinn og að endingu hafi verið ákveðið að skila inn báðum ársreikningunum á sama tíma. „Menn sáu hag sinn í því að keyra upp reikningana samhliða.“Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórSmæð sveitarfélagsins kann þó einnig að hafa leikið rullu að mati Árna. „Við erum náttúrulega ekki með marga hérna í Skorradalnum. Hér er fólk að vinna á heimavelli og sá sem er bókarinn okkar er líka bóndi á svæðinu,“ segir Árni. Bústörf kunni þannig að hafa aukið enn á ársreikningaskiladráttinn. „Þetta er svolítið annað en í sveitarfélögum sem geta reitt sig á hjörð starfsfólks.“ Oddvitinn segir þó að sveitarstjórnarráðuneytinu hafi verið send yfirlit - „þau hafa því geta fylgst með stöðu mála,“ segir Árni.Yfirvofandi dagsektir Með nýrri reglugerð, sem samþykkt var í sumar, fær ráðuneytið heimildir til að leggja dagsektir á sveitarfélög „vegna vanrækslu á lögbundnum skyldum,“ en þeirra á meðal eru skil á ársreikningum. Sektirnar nema að lágmarki 25 þúsund krónum á dag og geta mest farið í 300 þúsund krónur á sólarhring, en upphæðin ræðst af „alvarleika brots og íbúafjölda sveitarfélags.“ Árni oddviti segist þó ekki óttast sektirnar - „þó það sé náttúrulega verið að hóta þessu.“ Sveitarfélagið hafi búið við það að fá ekkert úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, því hreppsnefndin hafi lengi reynt að halda útsvari í lágmarki að sögn Árna. „Fyrir það er okkur refsað með því að vera ekki tekin inn í jöfnunarsjóð í útreikningum og það er auðvitað ákveðin pressa á okkur.“ Oddvitinn segist þó vona að það fari að sjá fyrir endann á þessu. Árni gerir ráð fyrir því að hægt verði að taka ársreikningana til umræðu á næsta fundi hreppsnefndar. Hvenær sá fundur á sér stað er þó óráðið, vonandi geti hann farið fram í næstu viku. Til að koma í veg fyrir sambærilegan drátt í framtíðinni segir Árni að ætlunin sé að „létta á þessum aðilum sem hafa verið að sinna þessu.“ Reynt verði að fá utanaðkomandi endurskoðendur til að sjá um ársreikningana, svo að núverandi bókari geti einbeitt sér að bústörfunum. „Það er fullmikið þegar menn eru líka í búrekstri - þetta kerfi býður varla upp á það.“ Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tæknilegir örðugleikar og bústörf hafa orðið til þess að Skorradalshreppur hefur ekki skilað ársreikningum fyrir árin 2016 og 2017, að sögn oddvita hreppsins. Hann segir sveitarfélagið þó vel stætt og að vonir standi til að hægt verði að ganga frá reikningnum á næsta fundi hreppsnefndarinnar. Þó að aðeins um 60 einstaklingar hafi lögheimili í Skorradal hefur hreppurinn umtalsverðar tekjur af þeim rúmlega 600 sumarhúsum sem reist hafa verið hringinn í kringum Skorradalsvatn. Er nú svo komið að þar má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Árni Hjörleifsson, oddviti hreppsnefndar, segir að fjárhagur sveitarfélagsins standi vel fyrir vikið. Það sé skuldlaust og áætlað sé að hreppurinn sé næst tekjuhæsta sveitarfélag landsins, miðað við höfðatölu. Erfitt er þó að sannreyna þessar fullyrðingar Árna því jú, sveitarfélagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árin 2016 og 2017. Vísir hafði samband við sveitarstjórnarráðuneytið og fékk þær upplýsingar að Skorradalshreppur væri eina sveitarfélag landsins sem væri búið að koma sér í þessa stöðu.Tíður dráttur Vandræði með ársreikningaskil virðast þó ekki vera ný af nálinni í hreppnum. Í fundargerð hreppsnefndar frá því í nóvember 2016 má finna bókun þar sem tveir fundarmenn lýsa yfir óánægju með trassaskap við ársreikningaskil. „Við hörmum að enn og aftur er verið leggja ársreikning 2015 fyrir á seinni hluta ársins og leggjum enn áherslu á að tímamörk og skil á ársreikningi verði virt og staðið verði við þær dagsetningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum,“ segir í bókuninni. Árni segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að hreppurinn hafi ekki skilað ársreikningum síðastliðinna tveggja ára. Þeirra helst eru vandræði með innleiðingu nýs tölvukerfis. Vandræðin hafi dregist á langinn og að endingu hafi verið ákveðið að skila inn báðum ársreikningunum á sama tíma. „Menn sáu hag sinn í því að keyra upp reikningana samhliða.“Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórSmæð sveitarfélagsins kann þó einnig að hafa leikið rullu að mati Árna. „Við erum náttúrulega ekki með marga hérna í Skorradalnum. Hér er fólk að vinna á heimavelli og sá sem er bókarinn okkar er líka bóndi á svæðinu,“ segir Árni. Bústörf kunni þannig að hafa aukið enn á ársreikningaskiladráttinn. „Þetta er svolítið annað en í sveitarfélögum sem geta reitt sig á hjörð starfsfólks.“ Oddvitinn segir þó að sveitarstjórnarráðuneytinu hafi verið send yfirlit - „þau hafa því geta fylgst með stöðu mála,“ segir Árni.Yfirvofandi dagsektir Með nýrri reglugerð, sem samþykkt var í sumar, fær ráðuneytið heimildir til að leggja dagsektir á sveitarfélög „vegna vanrækslu á lögbundnum skyldum,“ en þeirra á meðal eru skil á ársreikningum. Sektirnar nema að lágmarki 25 þúsund krónum á dag og geta mest farið í 300 þúsund krónur á sólarhring, en upphæðin ræðst af „alvarleika brots og íbúafjölda sveitarfélags.“ Árni oddviti segist þó ekki óttast sektirnar - „þó það sé náttúrulega verið að hóta þessu.“ Sveitarfélagið hafi búið við það að fá ekkert úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, því hreppsnefndin hafi lengi reynt að halda útsvari í lágmarki að sögn Árna. „Fyrir það er okkur refsað með því að vera ekki tekin inn í jöfnunarsjóð í útreikningum og það er auðvitað ákveðin pressa á okkur.“ Oddvitinn segist þó vona að það fari að sjá fyrir endann á þessu. Árni gerir ráð fyrir því að hægt verði að taka ársreikningana til umræðu á næsta fundi hreppsnefndar. Hvenær sá fundur á sér stað er þó óráðið, vonandi geti hann farið fram í næstu viku. Til að koma í veg fyrir sambærilegan drátt í framtíðinni segir Árni að ætlunin sé að „létta á þessum aðilum sem hafa verið að sinna þessu.“ Reynt verði að fá utanaðkomandi endurskoðendur til að sjá um ársreikningana, svo að núverandi bókari geti einbeitt sér að bústörfunum. „Það er fullmikið þegar menn eru líka í búrekstri - þetta kerfi býður varla upp á það.“
Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira