Handbolti

Björgvin Páll og Tandri réðu ekki við PSG

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tandri komst ekki á blað gegn PSG.
Tandri komst ekki á blað gegn PSG. vísir/anton
Íslendingaliðið Skjern beið lægri hlut gegn stórliði PSG á heimavelli í Meistaradeildinni í handknattleik í dag. PSG er því enn ósigrað á toppi riðilsins.

Fyrir leikinn var Skjern með fimm stig eftir fjóra leiki og hefur komið mörgum á óvart. Leikurinn var jafn allan tímann en Frakkarnir leiddu 12-10 í leikhléi.

Þeir sigldu síðan sigrinum í höfn í seinni hálfleik eftir þónokkra dramatík og unnu að lokum 26-24.

Thomas Mogensen var markahæstur hjá Skjern með 10 mörk en Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað. Leikmenn Skjern geta nagað sig í handarbökin en þeir misnotuðu tvö vítaskot í leiknum sem reyndist þeim dýrkeypt.

Mikkel Hansen skoraði 7 mörk fyrir PSG og Uwe Gensheimer 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×