Handbolti

Óðinn og félagar fóru á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega. vísir/vilhelm
GOG fór á toppinn á dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld með öruggum sigri á Århus.

Óðinn Þór Ríkharðsson skorað tvö marka GOG í 32-24 sigrinum. Þess utan átti hann eina stoðsendingu. Markahæstur í liði GOG var Niclas Kirkelökke með 11 mörk.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og var staðan 15-14 fyrir heimamenn í GOG í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi í seinni hálfleik, keyrðu yfir gestina í lokin og fóru með átta marka sigur.

GOG fer upp fyrir Bjerringbro-Silkeborg á topp deildarinnar með sigrinum, er með 14 stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×