Bandarískur kardináli segir af sér vegna kynferðisbrotamála Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2018 11:15 Wuerl (t.v.) og Frans páfi (t.h.) hafa verið nánir bandamenn. Vísir/EPA Frans páfi hefur samþykkt afsögn Donalds Wuerl, kardinála í Washington-borg í Bandaríkjunum. Wuerl hefur verið náinn bandamaður páfa en hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið vegna þess hvernig hann tók á kynferðisbrotamálum innan kirkjunnar.Washington Post segir að páfi hafi beðið Wuerl um að halda áfram í starfi þar til eftirmaður hans verður valinn. Hann hefur ekki gagnrýnt Wuerl fyrir hvernig hann fór á ásökunum um brot presta. Wuerl var sakaður um að hafa tekið virkan þátt í að hylma yfir brot presta þegar hann var biskup í Pittsburgh í rannsókn ákærudómstóls í Pennsylvaníu í ágúst. Sú rannsókn leiddi í ljós að hundruð presta höfðu misnotað þúsund börn í ríkinu á sjötíu ára tímabili Þá var hann, auk Frans páfa og forvera hans Benedikts páfa, vændir um að hafa vitað af því að Theodore McCarrick kardináli væri hættulegur en samt leyft honum að gegna embætti áfram. McCarrick var leystur frá störfum vegna barnaníðs í sumar. Bandaríska blaðið sagði frá því í sumar að þrátt fyrir að Wuerl hefði fjarlægt presta sem brutu gegn börnum úr starfi hafi prestarnir í sumum tilfellum haldið misnoktun sinni áfram í nýjum embættum innan kirkjunnar. Trúmál Tengdar fréttir Sakar Páfagarð um að hafa vitað af barnaníði presta Vísbendingar eru sagðar til staðar um að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafi vitað af ásökunum á hendur presta og yfirhylmingu með brotum þeirra. 28. ágúst 2018 15:28 Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Páfi kennir kölska um hneykslismálin Djöfullinn ber ábyrgð á þeim fjölmörgu kynferðisofbeldishneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna. 9. október 2018 07:30 Þýskir prestar misnotuðu þúsundir barna um árabil Meira en 3.600 börn urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi á árunum 1946 til 2014 samkvæmt nýrri skýrslu sem lekið var til fjölmiðla. 12. september 2018 20:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Frans páfi hefur samþykkt afsögn Donalds Wuerl, kardinála í Washington-borg í Bandaríkjunum. Wuerl hefur verið náinn bandamaður páfa en hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið vegna þess hvernig hann tók á kynferðisbrotamálum innan kirkjunnar.Washington Post segir að páfi hafi beðið Wuerl um að halda áfram í starfi þar til eftirmaður hans verður valinn. Hann hefur ekki gagnrýnt Wuerl fyrir hvernig hann fór á ásökunum um brot presta. Wuerl var sakaður um að hafa tekið virkan þátt í að hylma yfir brot presta þegar hann var biskup í Pittsburgh í rannsókn ákærudómstóls í Pennsylvaníu í ágúst. Sú rannsókn leiddi í ljós að hundruð presta höfðu misnotað þúsund börn í ríkinu á sjötíu ára tímabili Þá var hann, auk Frans páfa og forvera hans Benedikts páfa, vændir um að hafa vitað af því að Theodore McCarrick kardináli væri hættulegur en samt leyft honum að gegna embætti áfram. McCarrick var leystur frá störfum vegna barnaníðs í sumar. Bandaríska blaðið sagði frá því í sumar að þrátt fyrir að Wuerl hefði fjarlægt presta sem brutu gegn börnum úr starfi hafi prestarnir í sumum tilfellum haldið misnoktun sinni áfram í nýjum embættum innan kirkjunnar.
Trúmál Tengdar fréttir Sakar Páfagarð um að hafa vitað af barnaníði presta Vísbendingar eru sagðar til staðar um að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafi vitað af ásökunum á hendur presta og yfirhylmingu með brotum þeirra. 28. ágúst 2018 15:28 Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Páfi kennir kölska um hneykslismálin Djöfullinn ber ábyrgð á þeim fjölmörgu kynferðisofbeldishneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna. 9. október 2018 07:30 Þýskir prestar misnotuðu þúsundir barna um árabil Meira en 3.600 börn urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi á árunum 1946 til 2014 samkvæmt nýrri skýrslu sem lekið var til fjölmiðla. 12. september 2018 20:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Sakar Páfagarð um að hafa vitað af barnaníði presta Vísbendingar eru sagðar til staðar um að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafi vitað af ásökunum á hendur presta og yfirhylmingu með brotum þeirra. 28. ágúst 2018 15:28
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16
Páfi kennir kölska um hneykslismálin Djöfullinn ber ábyrgð á þeim fjölmörgu kynferðisofbeldishneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna. 9. október 2018 07:30
Þýskir prestar misnotuðu þúsundir barna um árabil Meira en 3.600 börn urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi á árunum 1946 til 2014 samkvæmt nýrri skýrslu sem lekið var til fjölmiðla. 12. september 2018 20:17