Handbolti

Arnór bestur í Bundesligunni í september

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bestur í september.
Bestur í september. mynd/twitter-síða Arnórs
Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Bergrischer og íslenska landsliðsins, var kosinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í september.

Arnór Þór sem leikur með nýliðum Bergrischer hefur farið frábærlega af stað líkt og liðið en Bergrischer er í fimmta sæti deilarinnar. Þeir hafa einungis tapað tveimur leikjum það sem af er.

Arnór Þór er næst markahæsti leikmaður Bundesligunnar. Hann hefur skorað 54 mörk í fyrstu átta leikjunum en einungis Matthias Musche hefur skorað fleiri.

Akureyringurinn er einnig vítaskytta Bergrischer en hann er með frábæra nýtingu það sem af er tímabili, tæplega 74%. Það er vonandi að Arnór haldi áfram af þessu krafti og verði funheitur er Ísland leikur á EM í handbolta í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×