Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 23:30 Annegret Kramp-Karrenbauer og Angela Merkel ræða málin. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri. Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri.
Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent