Handbolti

Guðjón Valur í liði umferðarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur kann að skora handboltamörk
Guðjón Valur kann að skora handboltamörk vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið elleftu umferðar þýsku Bundesligunnar í handbolta.

„Aldur kemur ekki í veg fyrir frammistöðu,“ segir í umfjölluninni um landsliðsfyrirliðann á heimasíðu deildarinnar.

„Þrátt fyrir að vera einn elsti leikmaður deildarinnar er hann án efa ennþá einn sá besti.“

Guðjón fær sætið í úrvalsliðinu fyrir frammistöðu sína gegn Bergischer, liði Arnórs Þórs Gunnarssonar, þar sem hann setti átta mörk.

Mal ! Alle Infos zum Team gibts hier: https://t.co/CqYWSEYbhcpic.twitter.com/df3IjXuhyn

— DKB HBL (@DKBHBL) November 5, 2018






Tengdar fréttir

Arnór bestur í Bundesligunni í september

Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Bergrischer og íslenska landsliðsins, var kosinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í september.

Arnór í liði umferðarinnar

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið frábær það sem af er tímabilinu í þýsku Bundesligunni í handbolta og var hann valinn í lið 10. umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×