Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2018 20:47 Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“ Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. Málin sem embættið skoðar hafa það sameiginlegt að grunur leikur á að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, ólöglegra vímuefna og/eða áfengis er mögulegur orsakaþáttur í andláti. Embætti landlæknis hefur óskað eftir ítarlegri persónuupplýsingum þegar málin hafa komið upp, en þá er sérstaklega skoðað hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í ávísun lyfja til fólksins. Verkefnastjóri hjá embættinu segir þróunina ógnvænlega og hjá yngra fólki hafi það gerst að mikill fjöldi mismunandi lyfja finnist í blóði þess. „Við sjáum þessa yngri einstaklinga, svona frá þrítugu sem er að finnast í mikið af lyfjum, gjarnan mörg efni. Lyf þá aðallega sem orsakavaldur í bland við ólögleg efni eins og kannabis og amfetamín. En við sjáum í gegnum hópinn að þessir einstaklingar eru ekki að fá, eða lítið, ávísað sjálfir.“ Ólafur segir að málin sem séu til skoðunar séu áþekk, en segir skrýtið að á meðan andlátin séu eins mörg og þau eru í raun, hafi dregið úr ávísun þessara helstu ávanabindandi lyfja hér á landi. Yngsti einstaklingurinn sem grunur leikur á að hafi látist sökum eitrunar var undir tvítugu en sá elsti var yfir áttrætt. Ólafur segir að embættið hafi áhyggjur af því að það sé mikill fjöldi lyfja í umferð og að yngri einstaklingar séu að deyja vegna slysaeitrana en ekki vegna alvarlega veikinda. „Íslendingar eru að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar, og við viljum að ávísanirnar verði á pari við það sem er annars staðar. „ Yfirlæknir lyfjateymis hjá embætti landlæknis segir það nýja viðbót að fólk virðist koma í auknum mæli með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja inn til landsins. Lyfja sem ekki fást á markaði hér og séu stórhættuleg. „Þetta lítur vissulega ekki vel út, en það eru sveiflur. Ísland er lítið land, fáir íbúar og maður sér ekki alveg strax hvort þetta sé varanleg tilhneiging.“
Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira