Facebook biðst afsökunar á að hafa birt auglýsingu "hvítra þjóðernissinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 16:41 Facebook hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar. Facebook Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar.
Facebook Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira