Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 11:09 Dagur B. Eggertsson kynnti áformin í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Skjáskot Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. Borgarstjóri kynnti verkefnið í morgun sem lýtur að uppbyggingu íbúða á sjö mismunandi reitum í borginni. Margvíslegar kröfur verða gerðar af hálfu Reykjavíkurborgar til félaganna sem munu reisa og reka íbúðirnar; þær þurfi að vera hagkvæmar, fólk á aldrinum 18-40 ára verður í forgangi við úthlutun íbúðanna og að leiguverð verði ekki hækkað nema með samþykki borgarinnar. Til þess að flýta fyrir uppbyggingunni mun borgin úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda - nema annað sé sérstaklega tekið fram. Reitirnir sem um ræðir eru eftirfarandi:Í Úlfarsárdal - 40 íbúðirÁ Kjalarnesi - 10 íbúðirÍ Gufunesi - 164 íbúðirÍ Bryggjuhverfinu - 163 íbúðirVið Sjómannaskólann - 40 íbúðirÁ Veðurstofureit - 50 íbúðirÍ Skerjafirði - 72 íbúðirSkjáskotDeiliskipulag þessara svæða er mislangt á veg komið en borgin segist leggja ríka áherslu á að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og gangi hratt fyrir sig. Vinna við verkefnið fór formlega af stað fyrr á þessu ári þegar Reykjavíkurborg óskaði eftir hugmyndum fyrir uppbygginguna, sem svo voru metnar út frá fjölda mælikvarða. Má þar til að mynda nefna áætlað verð, hvort ætlunin væri að selja íbúðirnar eða leigja, áætlaður framkvæmdahraði, líftími bygginganna og svo framvegis. Hlutskörpustu hugmyndirnar og hóparnir á bakvið þau voru svo kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti jafnframt þær kröfur sem borgin mun gera til þeirra sem að uppbygginunni munu standa. Þannig verði sett skilyrði um eiginfjárhlutfall uppbyggingarhópanna, að fólk á aldrinum 18-40 verði í forgangi við úthlutun íbúðanna, kvaðir á endursölu íbúðanna til að minnsta kosti 5 til 7 ára, að boðið verði upp á langtímaleigusamninga og að leiguverð verði ekki hækkað nema að borgin gefi grænt ljós. Uppfært: 11:52.Í umræðum á Facebook-vegg Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, segir borgarstjóri að það hafi verið talið eðlilegt að leiguverðið muni þróast með vísitölu. Upptöku af fundinum má nálgast hér að neðan.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55 Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba. 31. október 2018 10:55
Dýrustu íbúðirnar á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Raunverð smærri íbúða er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. 17. október 2018 15:30