Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar