Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri: Alvarleg staða blasir við verði ekki gripið til aðgerða til að auka fjölda lífeindafræðinga á landinu. Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Það tæki HÍ sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn fyrir þá lífeindafræðinga sem gætu hætt strax. Vísir/vilhelm Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Nýliðunarvandi ríkir hjá lífeindafræðingum og nú er svo komið að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara. Tæplega fjörutíu prósent, 112 af 289, virkra félagsmanna í Félagi lífeindafræðinga (FL) er yfir sextíu ára aldri. Formaður FL segir að fyrst hafi verið varað við stöðunni fyrir tæpum áratug. „Vandinn er mjög margþættur, bæði hvað varðar orsakir og lausnir. Langvarandi ráðningabann var hjá ríkinu á ákveðnu tímabili sem olli því að lífeindafræðingar streymdu inn á almenna markaðinn. Heilu árgangana vantar því í störf hjá ríkinu,“ segir Alda M. Hauksdóttir, formaður FL. Samtímis hafi tækniframfarir verið miklar í geiranum og framlegð hvers starfsmanns aukist í samræmi við það. Það hafi valdið því að ráðamenn hafi látið viðvörunarorð um nýliðunarvanda og skort á mannafla sem vind um eyru þjóta. „Þó að ríkið nái öllum nýútskrifuðum til sín næstu fimmtán árin væri það enn í halla. Stærstur hluti þeirra sem eru yfir sextugu er í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og gætu hætt á morgun ef þeir kysu svo. Það tekur Háskóla Íslands sennilega um sjö til tíu ár að mennta fólk í staðinn,“ segir Alda. Hvað menntunina varðar eru einnig hindranir. Til að geta hlotið réttindi sem lífeindafræðingur þarf að ljúka starfsnámi sem er ólaunað. Þá vantar rannsóknarstofurnar oft fjármagn til að geta tekið á móti fleiri nemum þar sem ekki eru til nægilega margir leiðbeinendur.Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL.„Ríkið er alls ekki samkeppnishæft um launakjör við almenna markaðinn auk þess sem vinnutími og binding hjá stofnunum er ekki aðlaðandi fyrir yngri kynslóðina. Hún sættir sig ekki við að vinna alla daga, allar nætur og hátíðisdaga,“ segir Alda. Verði ekkert að gert blasir við að ráða þurfi erlent starfsfólk. Sá möguleiki er tækur en Alda segir að tungumálaörðugleikar og mismunandi menntunarstig milli landa geti haft áhrif. Mikilvægt sé að lífeindafræðingur skilji bæði það sem fram fer á rannsóknarstofunni og sjúklinginn sjálfan. „Það er nauðsynlegt að auka fjármagn til verklegs og klínísks náms lífeindafræðinga svo að að lágmarki fimmtán á ári útskrifist með diplómagráðu. Þá þyrfti einnig að setja hvata í háskólanámið til að liðka fyrir lausninni. Mögulega væri hægt að bjóða nemanda styrk í stað láns sýni hann eðlilega námsframvindu á meðan verið er að mæta brýnustu þörfinni,“ segir Alda. Einnig leggur hún til að diplómaárið verði styrkhæft og með því myndist hvatning fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi til að fara í diplómanámið til að öðlast starfsréttindi sem lífeindafræðingur. Að endingu þurfi að bæta starfskjörin hjá ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira