Sker upp herör gegn drukknum flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 10:42 Vonandi hefur sá sem stýrir þessari vél Japan Airlines ekki fengið sér of mikið sake fyrir flugið. Getty/s3studio Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi. Fréttir af flugi Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi.
Fréttir af flugi Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira