Heimsæktu félagsmiðstöð í dag! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:08 Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Margar félagsmiðstöðvar skipuleggja opið hús fyrir foreldra og unglinga, kynna starfsemi sína, starfsfólk kynnist foreldrum og bregður á leik með ýmsum uppákomum. Félagsmiðstöðvar eru ákaflega dýrmætur hluti af uppvexti, lífi og tilveru barna og unglinga. Þar starfa yfirleitt háskólamenntaðir stjórnendur og frístundaleiðbeinendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir á mörgum sviðum. Starfið sjálft byggir á hugmyndafræði reynslunáms, forvarna og sjálfseflingar og sjálfstæðum verkefnum sem unglingar hafa frumkvæði að og byggja á áhuga þeirra. Það er gömul saga og ný að margir þurfa að koma að því að fylgja börnum og unglingum í gegnum uppvaxtarárin. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur og sjálfsagður hluti af heildstæðri sýn okkar á menntun, innan veggja þeirra á sér stað nám og uppbygging þekkingar sem fylgja unga fólkinu okkar langt fram á fullorðinsár. Frístundir og fagmennska Árið 2001 hófst kennsla í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og skapaðist þá grundvöllur fyrir æskulýðsstarfsfólk til að afla sér sértækrar fagmenntunar hérlendis. Áður fyrr var ekki óalgengt að einstaklingar sem áhuga höfðu og reynslu af félagsmiðstöðva- og æskulýðsstarfi færu til Svíþjóðar eða Danmerkur í tómstundafræðinám. Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, voru stofnuð árið 1985 og hafa byggt upp öflugt samstarf á landsvísu og standa fyrir árlegum viðburðum þar sem ungmenni koma saman og njóta sín, má nefna Samfestinginn sem er einn stærsti vímuefnalausi viðburður fyrir 13-16 ára unglinga, söngkeppni Samfés og hönnunarkeppnina Stíl þar sem sköpun ungmenna fær notið sín. Félag fagfólks í frítímaþjónustu var stofnað árið 2005 og er leiðandi í umræðu um fagmennsku og hlutverk starfsfólk á vettvangi frítímans. Þannig hafa verið tekin mikilvæg skref til að efla enn frekar það mikilvæga starf sem unnið er innan félagsmiðstöðva, ekki síst í því skyni að tryggja unga fólkinu okkar óformlegan vettvang til virkrar þátttöku í jafningjahópi. Oft var þörf en nú er nauðsyn, við sjáum merki um kvíða og vanlíðan meðal ungmenna, og hætta á félagslegri einangrun eykst samhliða aukinni tölvunotkun. Grunngildin í lífi okkar allra eru góð samskipti, félagatengsl og umhyggja og þetta eru einmitt stoðirnar í öflugu félagsmiðstöðvastarfi. Félagstengsl og traust Unglingsárin eru dásamlegur tími en líka flókinn. Sýnt hefur verið fram á það að unglingar sem taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi eru síður líklegir til að neyta áfengis eða vímuefna. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að í félagsmiðstöðvum skapast traust milli starfsfólks og unglinga sem getur skipt sköpum þegar eitthvað bjátar á. Þannig leysir starfsfólk félagsmiðstöðvanna, í samstarfi við foreldra og skóla, mörg vandamál á vettvangi með því að grípa snemma inn í. Það er því ómetanlegt bakland sem foreldrar eiga í starfsfólki félagsmiðstöðvanna. Þegar unglingarnir sjálfir eru spurðir út í hvað sé skemmtilegast við að sækja félagsmiðstöðina í hverfinu sínu, þá svara þeir gjarnan: Starfsfólkið! Ég hvet alla foreldra til að þiggja boð frá félagsmiðstöð barna sinna og kíkja í heimsókn í dag eða kvöld, kynnast starfsfólkinu og eiga góða samverustund með unglingunum. Þeim tíma er vel varið.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar