CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:56 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Evan Vucci Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira