Óvenju margar ábendingar frá neytendum vegna Svarta föstudagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 18:43 Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Getty/Burak Karademir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent