Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 81-63 | Haukar rúlluðu yfir Keflavík Skúli Arnarson skrifar 23. nóvember 2018 20:45 Haukarnir ætla sér tvo punkta í kvöld. vísir/bára Haukar sigruðu Keflavík með sautján stigum í kvöld í Domino's deild karla. Leikurinn var liður í áttundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn sátu Keflavík í þriðja sæti með 12 stig og gátu jafnað Tindastól á toppi deildarinnar með sigri. Haukarnir sátu í níunda sæti með sex stig. Kristinn Jónasson var í hóp hjá Haukum en hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 2017. Ástæða þess að hann var með í kvöld er líklega sú að Haukum vantar stærð í sitt lið eftir að Kristján Leifur og Kristinn Marínósson meiddust. Keflavík byrjuðu leikinn betur og eftir fyrsta leikhluta höfðu þeir fjögura stiga forskot, 15-19. Keflavík byrjaði annan leikhlutann betur og voru með fimm stiga forystu þegar um fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá vöknuðu Haukar og voru frábærir það sem eftir lifði leikhlutans og voru með leiddu með sex stigum þegar flautað var til hálfleiks. Þriðji leikhlutinn var magnaður. Haukavörnin fór algjörlega á kostum og tókst Keflavík, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að geta fengið stig úr öllum áttum, ekki að skora stig þangað til að um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Keflavík reyndu mikið að troða boltanum inn á Michael Craion, sem hefur verið þeirra besti leikmaður í vetur, en Haukar tvöfölduðu og jafnvel þrefölduðu á hann. Haukar sigruðu þriðja leikhluta með 20 stigum gegn 8 og fóru með 18 stiga forystu inn í síðasta leikhlutann. Keflavíkur sóknin skánaði lítið í síðasta leikhlutanum. Haukar héldu forystunni og enduðu á að sigra með sautján stigum. Frábær frammistaða og frábær sigur hjá Haukum.Hvers vegna vann Haukar? Haukar spiluðu frábæra vörn í dag. Þeir sáu til þess að besti leikmaður Keflavíkur, Michael Craion, kæmist hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur Hauka gekk einnig nokkuð vel í leiknum og voru þeir að fá stig frá mörgum leikmönnum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur gekk hræðilega. Þeir náðu enganveginn að opna neitt fyrir Craion og voru ekki að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum. Þeir virkuðu áhugalausir en tóku aðeins við sér í fjórða leikhluta, en þá var það of seint.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka var Hjálmar Stefánsson frábær. Hann skoraði 21 stig og spilaði flotta vörn allan leikinn. Marques Oliver var líka mjög góður, hann skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og spilaði frábæra vörn allan leikinn. Af bekknum kom Daði Lár með 15 stig. Hann var óhræddur við að keyra inn í teig og setti einnig tvær þriggja stiga körfur.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé þar sem Ísland tekur á móti Belgíu í forkeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll á fimmtudaginn. Eftir landsleikjahlé eiga Haukar leik við Grindavík og Keflavík mætir Þór Þorlákshöfn.Ívar Ásgrímsson: Það voru allir góðir í dag. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með frammistöðu síns liðs í dag. „Ég er gríðarlega sáttur. Vörnin okkar í dag var alveg til fyrirmyndar og við héldum haus allan tímann. Við fengum loksins fjóra góða leikhluta í kvöld.” Annan leikinn í röð eru Haukarnir frábærir í þriðja leikhluta. Ívar segist ekki vera með neina töfra inn í búningsklega í hálfleik. „Við förum bara yfir málin. Við töluðum um það að reyna að halda haus og tókum eftir því að þeir voru í vandræðum. Kerfin þeirra ganga rosalega mikið út á að gefa inn á Craion og þegar að við náðum að loka á hann þá voru þeir bara í vandræðum. Við náðum að loka þeirra styrkleikum, náðum að loka á Hörð Axel, náðum að loka á Craion og náðum að brjóta upp þeirra flæði.” Kristinn Jónasson kom inn í lið Hauka í dag. Ívar var gífurlega ánægður með hann í kvöld. „Hann hjálpaði okkur alveg gríðarlega. Við erum búnir að vera að þröngva hann á æfingar og hann er bara ómetanlegur fyrir þetta félag. Kiddi spilaði mjög skynsamlega í dag, stóð bara vaktina inn í teig, fór ekkert út og ég er bara gríðarlega stoltur af honum í kvöld.” Hjálmar Stefánsson var frábær í dag. Ívar er gífurlega ánægður með Hjálmar, sem var aðeins að leika sinn þriðja leik í vetur vegna meiðsla. „Hjálmar er bara að verða með bestu leikmönnum í deildinni. Hann er alveg svakalega öflugur þessi strákur. Ég hef sagt það allan tímann að við ætlum að reyna að byggja liðið í kringum hann og ég held að það sjái það allir afhverju. En það var ekki bara Hjálmar sem var frábær í dag, það voru allir frábærir. “Hjálmar Stefánsson: Geggjað að fara í landsleikjahlé með sigur á bakinu Hjálmar var besti maður Hauka í dag. Hann var sáttur í leikslok. „Það er geggjað að fara í landsleikjahlé með sigur á bakinu, sérstaklega gegn Keflavík sem voru búnir að vinna sex leiki í röð.” Haukar koma frábærlega út úr hálfleiknum. Hjálmar segir að Ívar hafi ekki sagt neitt nýtt í hálfleik. „Hann er bara að segja það sama og hann tuðar í okkur alla vikuna. Það þýðir ekki að spila bara einn eða tvo leikhluta, það þarf að spila þá alla á fullu. Mér fannst við spila alla leikhlutana í dag mjög vel.” Þetta var aðeins þriðji leikur Hjálmars á tímabilinu vegna meiðsla. Hann er búinn að vera frábær í þessum þremur leikjum. „Það er frábært að koma svona sterkt til baka og ég vona að þetta haldi áfram.” Haukar gerðu frábærlega í að stoppa Craion. Hjálmar segir að þeir hafi undirbúið sig vel fyrir það verkefni. „Við vorum búnir að horfa mikið á það hvernig Craion er búinn að vera að spila og sáum að hann er að lenda í vandræðum gegn Skallagrím og Grindavík. Við sáum hvernig vörn þarf að spila á hann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. 23. nóvember 2018 21:35
Haukar sigruðu Keflavík með sautján stigum í kvöld í Domino's deild karla. Leikurinn var liður í áttundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn sátu Keflavík í þriðja sæti með 12 stig og gátu jafnað Tindastól á toppi deildarinnar með sigri. Haukarnir sátu í níunda sæti með sex stig. Kristinn Jónasson var í hóp hjá Haukum en hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 2017. Ástæða þess að hann var með í kvöld er líklega sú að Haukum vantar stærð í sitt lið eftir að Kristján Leifur og Kristinn Marínósson meiddust. Keflavík byrjuðu leikinn betur og eftir fyrsta leikhluta höfðu þeir fjögura stiga forskot, 15-19. Keflavík byrjaði annan leikhlutann betur og voru með fimm stiga forystu þegar um fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá vöknuðu Haukar og voru frábærir það sem eftir lifði leikhlutans og voru með leiddu með sex stigum þegar flautað var til hálfleiks. Þriðji leikhlutinn var magnaður. Haukavörnin fór algjörlega á kostum og tókst Keflavík, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti að geta fengið stig úr öllum áttum, ekki að skora stig þangað til að um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Keflavík reyndu mikið að troða boltanum inn á Michael Craion, sem hefur verið þeirra besti leikmaður í vetur, en Haukar tvöfölduðu og jafnvel þrefölduðu á hann. Haukar sigruðu þriðja leikhluta með 20 stigum gegn 8 og fóru með 18 stiga forystu inn í síðasta leikhlutann. Keflavíkur sóknin skánaði lítið í síðasta leikhlutanum. Haukar héldu forystunni og enduðu á að sigra með sautján stigum. Frábær frammistaða og frábær sigur hjá Haukum.Hvers vegna vann Haukar? Haukar spiluðu frábæra vörn í dag. Þeir sáu til þess að besti leikmaður Keflavíkur, Michael Craion, kæmist hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur Hauka gekk einnig nokkuð vel í leiknum og voru þeir að fá stig frá mörgum leikmönnum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur gekk hræðilega. Þeir náðu enganveginn að opna neitt fyrir Craion og voru ekki að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum. Þeir virkuðu áhugalausir en tóku aðeins við sér í fjórða leikhluta, en þá var það of seint.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Hauka var Hjálmar Stefánsson frábær. Hann skoraði 21 stig og spilaði flotta vörn allan leikinn. Marques Oliver var líka mjög góður, hann skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og spilaði frábæra vörn allan leikinn. Af bekknum kom Daði Lár með 15 stig. Hann var óhræddur við að keyra inn í teig og setti einnig tvær þriggja stiga körfur.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjahlé þar sem Ísland tekur á móti Belgíu í forkeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll á fimmtudaginn. Eftir landsleikjahlé eiga Haukar leik við Grindavík og Keflavík mætir Þór Þorlákshöfn.Ívar Ásgrímsson: Það voru allir góðir í dag. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með frammistöðu síns liðs í dag. „Ég er gríðarlega sáttur. Vörnin okkar í dag var alveg til fyrirmyndar og við héldum haus allan tímann. Við fengum loksins fjóra góða leikhluta í kvöld.” Annan leikinn í röð eru Haukarnir frábærir í þriðja leikhluta. Ívar segist ekki vera með neina töfra inn í búningsklega í hálfleik. „Við förum bara yfir málin. Við töluðum um það að reyna að halda haus og tókum eftir því að þeir voru í vandræðum. Kerfin þeirra ganga rosalega mikið út á að gefa inn á Craion og þegar að við náðum að loka á hann þá voru þeir bara í vandræðum. Við náðum að loka þeirra styrkleikum, náðum að loka á Hörð Axel, náðum að loka á Craion og náðum að brjóta upp þeirra flæði.” Kristinn Jónasson kom inn í lið Hauka í dag. Ívar var gífurlega ánægður með hann í kvöld. „Hann hjálpaði okkur alveg gríðarlega. Við erum búnir að vera að þröngva hann á æfingar og hann er bara ómetanlegur fyrir þetta félag. Kiddi spilaði mjög skynsamlega í dag, stóð bara vaktina inn í teig, fór ekkert út og ég er bara gríðarlega stoltur af honum í kvöld.” Hjálmar Stefánsson var frábær í dag. Ívar er gífurlega ánægður með Hjálmar, sem var aðeins að leika sinn þriðja leik í vetur vegna meiðsla. „Hjálmar er bara að verða með bestu leikmönnum í deildinni. Hann er alveg svakalega öflugur þessi strákur. Ég hef sagt það allan tímann að við ætlum að reyna að byggja liðið í kringum hann og ég held að það sjái það allir afhverju. En það var ekki bara Hjálmar sem var frábær í dag, það voru allir frábærir. “Hjálmar Stefánsson: Geggjað að fara í landsleikjahlé með sigur á bakinu Hjálmar var besti maður Hauka í dag. Hann var sáttur í leikslok. „Það er geggjað að fara í landsleikjahlé með sigur á bakinu, sérstaklega gegn Keflavík sem voru búnir að vinna sex leiki í röð.” Haukar koma frábærlega út úr hálfleiknum. Hjálmar segir að Ívar hafi ekki sagt neitt nýtt í hálfleik. „Hann er bara að segja það sama og hann tuðar í okkur alla vikuna. Það þýðir ekki að spila bara einn eða tvo leikhluta, það þarf að spila þá alla á fullu. Mér fannst við spila alla leikhlutana í dag mjög vel.” Þetta var aðeins þriðji leikur Hjálmars á tímabilinu vegna meiðsla. Hann er búinn að vera frábær í þessum þremur leikjum. „Það er frábært að koma svona sterkt til baka og ég vona að þetta haldi áfram.” Haukar gerðu frábærlega í að stoppa Craion. Hjálmar segir að þeir hafi undirbúið sig vel fyrir það verkefni. „Við vorum búnir að horfa mikið á það hvernig Craion er búinn að vera að spila og sáum að hann er að lenda í vandræðum gegn Skallagrím og Grindavík. Við sáum hvernig vörn þarf að spila á hann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. 23. nóvember 2018 21:35
Sverrir Þór: Erum bara miðlungslið Keflavík tapaði með 17 stigum gegn Haukum í kvöld í Dómínosdeild karla í körfubolta. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ekki ánægður með sitt lið í kvöld. 23. nóvember 2018 21:35
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum