Facebook stríðir notendum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 14:11 Þessi kaldranalegu skilaboð tóku á móti mörgum sem vildu skrá sig inn á Facebook eftir hádegi í dag. Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar. Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Notendur Facebook um víða veröld hafa kvartað undan hægagangi á samfélagsmiðlinum eftir hádegi í dag - og hafa sumir hreinlega ekki getað skráð sig inn. Notendur Instagram kvörtuðu einnig undan hægagangi, en myndefnismiðillinn er í eigu Facebook. Ætla má að rekja megi truflunina til uppfærslu sem Facebook greindi notendum sínum frá þegar þeir reyndu að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn skömmu eftir hádegi í dag. Tæknideild Facebook virðist þó hafa átt í vandræðum með að keyra uppfærsluna í gegn. Þegar notendur reyndu að endurhlaða lendingarsíðuna eftir að hafa fengið uppfærsluskilaboðin tók villumelding á móti þeim. „Afsakið, eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Við reynum að leysa úr þessu eins fljótt og auðið er.“Facebook looks to currently be experiencing an outage. The website is currently showing errors while users attempt to login, and view the site #Facebook @facebook pic.twitter.com/xegl8bpMav— Jonny McGuigan (@jonnymcguigan) November 20, 2018 Ef marka á vefsíðuna Downdetector, sem segist halda utan um tilkynningar sem berast um hvers kyns virknivandamál á Facebook, þá er hrun samfélagsmiðilsins svo sannarlega ekki bundið við Ísland. Notendur um allan heim; til að mynda í Bandaríkjunum, á meginlandi Evrópu, Brasilíu, Indlandi og Ástralíu, hafa fundið fyrir hvers kyns truflunum. Flestir kvarta undan því að síðan hafi hreinlega ekki opnast á meðan margir áttu í erfiðleikum með að skrá sig inn. Facebook virðist þó vera að rétta aftur út kútnum þegar þetta er skrifað á þriðja tímanum. Þó eru ýmis eiginleikar Facebook ennþá í lamasessi. Má þar nefna að myndir notenda, sem alla jafna má sjá við nöfn þeirra í spjallforritshluta miðilsins, eru hvergi sjáanlegar.
Facebook Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira