Kominn langleiðina að því að vinda ofan af milljarða Ponzi-svindli Maddoff Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 21:47 Maddoff var handtekinn fyrir tíu árum síðan, 10. desember árið 2008. Vísir/Getty Skiptastjóri þrotabús fyrirtækis svikahrappsins Bernie Maddofs er kominn langt í land með að vinda ofan af hinu gríðarmikla Ponzi-svindli sem bandaríski fjárfestirinn rak um árabil áður en hann var handtekinn árið 2008. Hann hefur nú þegar endurheimt 70 prósent af samþykktum kröfum í þrotabúið. Upp komst um svik Maddof árið 2008 er í ljós kom að sjóður sem átti að geyma 68 milljarða bandaríkjadala, andvirði um átta þúsund milljarða króna á núgildandi gengi, var galtómur. Um fimm þúsund fjárfestar áttu hlut í sjóðnum og þó að þeir muni aldrei fá þá peninga sem Maddof plataði þá til þess að halda að þeir hefðu grætt eru góðar líkur á því að meirihluti þess fjármuna sem fjárfestarnir settu í sjóðinn fáist endurheimtir. Það er lögfræðingurinn Irvin Picard sem sér um að reyna að endurheimta fjármunina og í umfjöllun Bloomberg um málið kemur fram að hann geri það með nýstárlegum hætti. Hann stefnir þeim sem voru þáttakendur í fjárfestingasjóði Maddofs en höfðu tekið út sinn gróða áður en upp komst um svikin. Með öðrum orðum, hann lögsækir þá sem tóku meira út úr sjóðnum en þeir lögðu til hans.Eigur Maddoff voru settar á uppboð í von um að endurheimta sem mest af því féi sem hann náði í frá fórnarlömbunum.Vísir/GettyAðferðin er umdeild en hefur hlotið blessun dómstóla og því hefur Picard sótt fjármuni til þessara aðila. Alls hefur hann sem fyrr segir endurheimt 70 prósent af þeim kröfum sem samþykktar hafa verið í þrotabúið. Það var þó ekki auðvelt enda þurfti Picard að höfða hundruð mála á hendur þeirra sem höfðu sloppið úr sjóðum Maddof áður en upp um svindlið komst. „Þessar endurheimtir eru mjög miklar og alls ekki venjulegar,“ segir Kathy Bazoian Phelps lögfræðingur sem sérhæfir sig í gjaldþrotum. Hún segir að yfirleitt megi búast við að fimm til 30 prósent af fjármunum náist til baka í eftirmála hefðbundinna Ponzi-svika og oftar en ekki fái fórnarlömbin ekkert til baka. Picard samþykkti kröfur upp á um 19 milljarða dollara, um 2.300 milljarða króna, og hefur hann náð til baka 13 milljörðum dollara, um 16.00 milljörðum króna. Heildarupphæð krafnanna sem samþykktar voru nemur um það bil þeim fjármunum sem lagðir voru inn í sjóði Maddof á sínum tíma.Alls hefur Picard þegar greitt kröfuhöfum til baka ellefu milljarða dollara, um 1.300 milljarða króna sem þýðir að margir af þeim sem áttu lægstu kröfurnar í þrotabú Maddof hafa fengið það sem þeir lögðu inn endurgreitt að fullu.Maddof afplánar nú 150 ára fangelsisdóm vegna málsins enlesa má umfjöllun Bloomberg um málið hér.Hér má einnig fræðast um Ponzi-svik. Hrunið Tengdar fréttir Nærbuxur Maddoffs boðnar upp Nærbuxur og inniskór fjárglæframannsins Bernie Maddoffs eru meðal fimmhundruð hluta sem verða boðnir upp á laugardaginn í New York. 10. nóvember 2010 21:37 Maddoff í 150 ára fangelsi Fjársvikarinn Bernie Maddoff hefur verið dæmdur í 150 ára fangelsi eftir að hafa svikið 65 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Fórnalömb Maddofs klöppuðu þegar dómurinn féll. 29. júní 2009 15:45 Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara. 3. apríl 2010 16:46 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús fyrirtækis svikahrappsins Bernie Maddofs er kominn langt í land með að vinda ofan af hinu gríðarmikla Ponzi-svindli sem bandaríski fjárfestirinn rak um árabil áður en hann var handtekinn árið 2008. Hann hefur nú þegar endurheimt 70 prósent af samþykktum kröfum í þrotabúið. Upp komst um svik Maddof árið 2008 er í ljós kom að sjóður sem átti að geyma 68 milljarða bandaríkjadala, andvirði um átta þúsund milljarða króna á núgildandi gengi, var galtómur. Um fimm þúsund fjárfestar áttu hlut í sjóðnum og þó að þeir muni aldrei fá þá peninga sem Maddof plataði þá til þess að halda að þeir hefðu grætt eru góðar líkur á því að meirihluti þess fjármuna sem fjárfestarnir settu í sjóðinn fáist endurheimtir. Það er lögfræðingurinn Irvin Picard sem sér um að reyna að endurheimta fjármunina og í umfjöllun Bloomberg um málið kemur fram að hann geri það með nýstárlegum hætti. Hann stefnir þeim sem voru þáttakendur í fjárfestingasjóði Maddofs en höfðu tekið út sinn gróða áður en upp komst um svikin. Með öðrum orðum, hann lögsækir þá sem tóku meira út úr sjóðnum en þeir lögðu til hans.Eigur Maddoff voru settar á uppboð í von um að endurheimta sem mest af því féi sem hann náði í frá fórnarlömbunum.Vísir/GettyAðferðin er umdeild en hefur hlotið blessun dómstóla og því hefur Picard sótt fjármuni til þessara aðila. Alls hefur hann sem fyrr segir endurheimt 70 prósent af þeim kröfum sem samþykktar hafa verið í þrotabúið. Það var þó ekki auðvelt enda þurfti Picard að höfða hundruð mála á hendur þeirra sem höfðu sloppið úr sjóðum Maddof áður en upp um svindlið komst. „Þessar endurheimtir eru mjög miklar og alls ekki venjulegar,“ segir Kathy Bazoian Phelps lögfræðingur sem sérhæfir sig í gjaldþrotum. Hún segir að yfirleitt megi búast við að fimm til 30 prósent af fjármunum náist til baka í eftirmála hefðbundinna Ponzi-svika og oftar en ekki fái fórnarlömbin ekkert til baka. Picard samþykkti kröfur upp á um 19 milljarða dollara, um 2.300 milljarða króna, og hefur hann náð til baka 13 milljörðum dollara, um 16.00 milljörðum króna. Heildarupphæð krafnanna sem samþykktar voru nemur um það bil þeim fjármunum sem lagðir voru inn í sjóði Maddof á sínum tíma.Alls hefur Picard þegar greitt kröfuhöfum til baka ellefu milljarða dollara, um 1.300 milljarða króna sem þýðir að margir af þeim sem áttu lægstu kröfurnar í þrotabú Maddof hafa fengið það sem þeir lögðu inn endurgreitt að fullu.Maddof afplánar nú 150 ára fangelsisdóm vegna málsins enlesa má umfjöllun Bloomberg um málið hér.Hér má einnig fræðast um Ponzi-svik.
Hrunið Tengdar fréttir Nærbuxur Maddoffs boðnar upp Nærbuxur og inniskór fjárglæframannsins Bernie Maddoffs eru meðal fimmhundruð hluta sem verða boðnir upp á laugardaginn í New York. 10. nóvember 2010 21:37 Maddoff í 150 ára fangelsi Fjársvikarinn Bernie Maddoff hefur verið dæmdur í 150 ára fangelsi eftir að hafa svikið 65 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Fórnalömb Maddofs klöppuðu þegar dómurinn féll. 29. júní 2009 15:45 Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara. 3. apríl 2010 16:46 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nærbuxur Maddoffs boðnar upp Nærbuxur og inniskór fjárglæframannsins Bernie Maddoffs eru meðal fimmhundruð hluta sem verða boðnir upp á laugardaginn í New York. 10. nóvember 2010 21:37
Maddoff í 150 ára fangelsi Fjársvikarinn Bernie Maddoff hefur verið dæmdur í 150 ára fangelsi eftir að hafa svikið 65 milljarða dollara út úr viðskiptavinum sínum. Fórnalömb Maddofs klöppuðu þegar dómurinn féll. 29. júní 2009 15:45
Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara. 3. apríl 2010 16:46