Jónsi tilnefndur til Golden Globe-verðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 14:19 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi. Vísir/Getty Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira