Olíuframleiðendur reyna að fá Rússa með sér í lið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 16:49 Mohammed bin Salmann og Vladimir Pútín. Samkomulag mun velta á þeim. AP/Mikhail Klimentyev OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu. Bensín og olía Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu.
Bensín og olía Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira