Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson skrifar 3. desember 2018 07:30 Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar