Stóru endurskoðunarfyrirtækin í Bretlandi horfa fram á hertari reglur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. desember 2018 08:45 KPMG er eitt af hinum stóru fjóru. vísir/getty Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira