Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 10:38 Risasnekkja sem lagt var hald á í rannsókn á spillingu í kringum fjárfestingasjóðinn 1MDB í Malasíu. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“. Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“.
Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28