Handbolti

Óðinn markahæstur í sigri GOG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega. vísir/vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í sigri GOG á Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Óðinn skoraði fimm mörk í 19-24 sigri GOG.

Heimamenn í Bjerringbro byrjuðu leikinn mun betur og skoraði GOG ekki mark fyrr en á 12. mínútu leiksins. Heimamenn höfðu þó aðeins náð að skora þrjú mörk á þeim tíma.

Þeir héldu þó forskoti sínu út fyrri hálfleikinn og var staðan 9-7 í hálfleik.

GOG jafnaði á 35. mínútu og komst yfir stuttu seinna. Eftir það voru gestirnir með yfirhöndina og þegar upp var staðið var sigurinn nokkuð öruggur, 19-24.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Sönderjyske sem lagði Kolding með þremur mörkum. Rasmus Nielsen átti stórleik fyrir Sönderjyske.

Nielsen skoraði 12 mörk úr 12 skotum, þar af sjö úr vítaskotum, í 29-32 sigri Sönderjyske. Gestirnir voru 14-16 yfir í hálfleik.

Þegar ein umferð er eftir fyrir jóla- og HM frí er GOG í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Álaborgar. Sönderjyske er í áttunda sætinu, tíu stigum á eftir GOG og níu stigum frá botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×