Eftirförin Guðrún Vilmundardóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég hef einu sinni veitt manneskju eftirför. Það var á þessum árstíma á menntaskólaárunum. Við vinkona mín höfðum verið á upplestrarkvöldi þar sem eftirlætis skáldkona okkar kom fram. Við vorum búnar að lesa nýútkomna bók hennar og vorum ákaflega hrifnar. Á okkur brann einhver spurning sem við þorðum þó ekki að bera upp fyrir fullum sal af fólki. Við brugðum því á það ráð að veita skáldkonunni eftirför. Spurningunni hef ég gleymt, en hugaræsingurinn sem fylgdi eftirförinni er ógleymanlegur. Taugakerfið var allt undir. Við vorum enn að smíða spurninguna, svo við héldum bókmenntalegar ráðstefnur inni í myrkum húsasundum á leiðinni, en máttum ekki missa skáldið úr augsýn. Eftirförin var eiginlega jafn spennandi og að spila bridds. Ég fór einu sinni á briddsnámskeið, og man ekki betur en kennaranum hafi þótt ég efnileg, en ákvað að láta af spilamennsku að námskeiði loknu. Mér kom nefnilega ekki dúr á auga næturnar eftir spilakvöldin því ég var að breyta um sögn og sjá fyrir mér ólíka möguleika í framvindu spilsins þar til dagur reis. Eftirförinni lauk raunar nokkuð snubbótt. Skáldkonan kom að heimili sínu á Njálsgötunni og fór inn án þess að við stöllur þyrðum að stoppa hana. Öllum þessum árum seinna finnst mér að við hefðum að minnsta kosti getað boðið gott kvöld og þakkað fyrir bókina, en við vorum á ráðstefnu um spurninguna í næsta húsasundi. Og spilaferlinum er lokið. En kannski hef ég náð að sameina áhugann á bókmenntum og briddsi með því að fá mér þægilega innivinnu sem bókaútgefandi. Tvö lauf.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar