Stöndum með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun