Ferðaþjónustan á Hveravöllum til sölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2018 09:45 Frá Hveravöllum. Vísir/vilhelm Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Um er að ræða allar fasteignir, tækjabúnað, innviði og lóðarleigusamning til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hveravallafélaginu. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins. Aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því að fara út úr ferðaþjónusturekstrinum og eigendur Gray Line hafa ákveðið að einbeita kröftum sínum að rekstri eigin félags samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu við Skíðaskálann í Hveradölum. „Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum. Síðustu árin hefur félagið varið um 100 milljónum króna í endurbætur húsa og búnaðar ásamt uppbyggingu innviða á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Hveravallafélagsins, að ferðaþjónustan á Hveravöllum skapi mikil tækifæri en sé um leið krefjandi verkefni fyrir rekstraraðila. „Framundan eru miklir möguleikar í uppbyggingu og vöruþróun á svæðinu. Við teljum því mikilvægt að starfsemin komist í hendur aðila sem geta sinnt henni nú og til framtíðar. Með því að láta Hveravallafélagið af hendi getum við betur einbeitt okkur að uppbyggingaráformum í Hveradölum.“ Ferðaþjónustan á Hveravöllum er opin allan ársins hring. Um 10 þúsund manns gista þar árlega í skálum, tjöldum og húsbílum. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu um 80 þúsund manns til Hveravalla árið 2016. Þá liggur fyrir tillaga að byggingu nýrrar hálendismiðstöðvar í samræmi við landsskipulag. Bygging hálendismiðstöðvarinnar er fyrirhuguð utan friðlýsta hverasvæðisins til að stuðla að vernd þess og sjálfbærri þróun. Fasteignasala Mosfellsbæjar annast söluna. Ferðamennska á Íslandi Húnavatnshreppur Tengdar fréttir 600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00 Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Um er að ræða allar fasteignir, tækjabúnað, innviði og lóðarleigusamning til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hveravallafélaginu. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins. Aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Sveitarfélagið hefur óskað eftir því að fara út úr ferðaþjónusturekstrinum og eigendur Gray Line hafa ákveðið að einbeita kröftum sínum að rekstri eigin félags samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu við Skíðaskálann í Hveradölum. „Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum. Síðustu árin hefur félagið varið um 100 milljónum króna í endurbætur húsa og búnaðar ásamt uppbyggingu innviða á borð við vatnsveitu og fráveitu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Hveravallafélagsins, að ferðaþjónustan á Hveravöllum skapi mikil tækifæri en sé um leið krefjandi verkefni fyrir rekstraraðila. „Framundan eru miklir möguleikar í uppbyggingu og vöruþróun á svæðinu. Við teljum því mikilvægt að starfsemin komist í hendur aðila sem geta sinnt henni nú og til framtíðar. Með því að láta Hveravallafélagið af hendi getum við betur einbeitt okkur að uppbyggingaráformum í Hveradölum.“ Ferðaþjónustan á Hveravöllum er opin allan ársins hring. Um 10 þúsund manns gista þar árlega í skálum, tjöldum og húsbílum. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu um 80 þúsund manns til Hveravalla árið 2016. Þá liggur fyrir tillaga að byggingu nýrrar hálendismiðstöðvar í samræmi við landsskipulag. Bygging hálendismiðstöðvarinnar er fyrirhuguð utan friðlýsta hverasvæðisins til að stuðla að vernd þess og sjálfbærri þróun. Fasteignasala Mosfellsbæjar annast söluna.
Ferðamennska á Íslandi Húnavatnshreppur Tengdar fréttir 600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00 Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
600 milljónum varið í uppbyggingu á Hveravöllum Áætlað er að uppbygging ferðaþjónustu á Hveravöllum muni í heildina kosta um 600 milljónir króna. 6. desember 2016 07:00
Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“ Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi. 9. júlí 2015 20:05