Sannleikur og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Sjá meira
Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar