Handbolti

Ómar og Janus á blaði í tapi gegn Skjern

Dagur Lárusson skrifar
Ómar í leik með Íslandi.
Ómar í leik með Íslandi. vísir/Eyþór
Ómar Ingi og Janus Daði Smárason komust báðir á blað fyrir Aalborg gegn Björgvin Pál og félögum í Skjern í danska handboltanum í dag.

 

Þar var fátt sem skildi liðin að í dag framan af leik og var staðan 17-16 fyrir Skjern í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum var ennþá mikið jafnræði milli liðanna og endist það út leikinnn. Þegar um fjórar mínútur voru eftir var Skjern þó komið með fjögurra marka forskot. Lokatölur voru 35-31 fyrir Skjern.

 

Ómar skoraði fjögur mörk fyrir Aalborg á meðan Janus Daði skoraði þrjú mörk. Eftir leikinn er Aalborg í  öðru sæti deildarinnar á meðan Skjern er í sjöunda sætinu.

 

Úrslit dagsins:

 

Mors 26-29 Bjerringbro/Silkeborg

Nordsjaelland 28-29 Arhus

Ringsted 27-27 Sonderjyske

Skjern 35-31 Aalborg

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×