Gulu vestin hennar Kolbrúnar Helga Ingólfsdóttir skrifar 20. desember 2018 15:47 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Tengdar fréttir Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR
Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun