Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Snæfell 72-82 | Snæfell aftur á sigurbraut Guðlaugur Valgeirsson skrifar 9. janúar 2019 22:00 Vísir/Bára Breiðablik tók á móti Snæfelli í Smáranum í kvöld en leikurinn var hluti af 15.umferð Domino’s deildar kvenna sem var leikin í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu gestirnir af í seinni hálfleik og unnu að lokum 10 stiga sigur, 72-82. Breiðablik skoraði fyrstu körfuna og leiddu 2-0 en það var í eina skiptið í leiknum þar sem Breiðablik var yfir. Eftir rólega byrjun tóku Snæfell öll völd á vellinum og hótuðu að stinga af snemma í fyrsta leikhluta þegar þær komust í 3-13. En þá tók þjálfari Blika, Antonio d’Albero leikhlé og Blikar tóku við sér eftir það en þær minnkuðu muninn niður í 10-13 áður en Snæfell tók aftur við sér og keyrði framúr Blikunum, staðan að loknum fyrsta leikhluta, 16-28. Blikaliðið var mikið grimmara í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn jafnt og þétt en áfram hélt Snæfellsliðið forystunni og þær leiddu í hálfleik, 37-41. Í seinni hálfleik var hinsvegar nokkuð ljóst hvort liðið myndi klára leikinn en gestirnir úr Stykkishólmi voru fljótir að ná upp miklu forskoti og unnu þriðja leikhlutann með 13 stigum og voru því 17 stig yfir fyrir lokaleikhlutann 50-67. Blikarnir reyndu sitt besta í fjórða leikhlutanum en náðu ekki að minnka muninn nógu hratt niður en munurinn var 20 stig þegar 4 mínútur eftir. Blikar sýndu þó mikinn karakter í lokin og náðu að minnka muninn í 10 stig en það var því miður ekki nóg og Snæfellsliðið tók með sér 2 stig vestur í Stykkishólm.vísir/báraAfhverju vann Snæfell? Snæfellsliðið er líklega með besta byrjunarliðið í deildinni og með mikla reynslu sem er nóg til að klára svona leik á móti liði eins og Breiðablik. Breiðablik reyndi að halda í við þær en því miður þá hittu þær ekki eins vel í seinni hálfleik og í þeim fyrri.Hverjar stóðu upp úr? Kristen McCarthy í liði gestanna var frábær! Hún hvíldi ekki eina sekúndu í leiknum og spilaði allar 40 mínútur leiksins og dagsverkið var nokkuð gott hjá henni. Hún skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst á eftir henni með 22 stig og skilaði að auki 10 fráköstum. Hjá heimastelpum var Sanja Orazovic stigahæst en hún skoraði 27 stig. Næst á eftir henni kom Sóllilja Bjarnadóttir sem skoraði 15 stig. Kelly Farris var í villuvandræðum framan af en skilaði samt sem áður 11 fráköstum á rétt rúmum 20 mínútum.Hvað gekk illa? Bæði lið voru ekki að hitta nógu vel úr þriggja stiga skotum en hvorugt lið náði yfir 30 prósenta nýtingu. Að auki lentu bandarísku leikmenn Breiðabliks í villuvandræðum snemma. Vítin voru einnig ekkert til að hrópa húrra yfir en Snæfell setti niður 12 af 18 vítum á meðan Breiðablik setti niður 9 af 16. Bandarísku leikmenn Blika skoruðu ekki nema 9 stig í kvöld sem er alls ekki nógu gott fyrir leikmenn sem eiga að vera í aðalhlutverki í liðinu.Hvað gerist næst? Breiðablik fer í Borgarnes næstkomandi miðvikudag og mætir þar Skallagrím en þær þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda þar til að ná að nálgast bæði Skallagrím og Hauka í fallbaráttunni. Snæfell tekur hinsvegar á móti Keflavík í stórleik umferðarinnar næstkomandi mánudag í Stykkishólmi.vísir/báraVladimir: Þriðji leikhlutinn gerði útslagið Vladimir Ivankovic aðstoðarþjálfari Snæfells mætti í viðtal eftir leik í stað Baldurs Þorleifssonar. Hann var ánægður með sigur liðsins í kvöld. „Við erum ánægðir með sigurinn í kvöld. Í síðasta leik á móti Val vorum við ekki nógu góð í fyrri hálfleik og við vorum sammála því í kvöld að byrja sterkt sem við gerðum.” „Við áttum góðar 10-12 mínútur í byrjun leiks en svo kom Breiðablik til baka en í seinni hálfleik náðum við 20 stiga forskoti og eftir það snérist þetta bara um að klára leikinn.” Hann sagði að ákvörðun Blika að breyta í svæðisvörn hafi orðið þess valdandi að gestirnir misstu forystuna niður í öðrum leikhluta. „Þær breyttu í svæðisvörn sem gerði okkur erfitt fyrir og við höfðum ekki þolinmæði í að sækja rétt á þær og vörnin okkar fékk að líða fyrir það en í þriðja leikhluta var vörnin og sóknin mun sterkari og það gerði útslagið.” Angelika Kowalska leikmaður Snæfells fékk sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta en spilaði þrátt fyrir það út leikhlutann, Vladimir hafði engar áhyggjur af því að fimmta villan myndi koma. „Við höfðum engar áhyggjur vegna þessa að Angelika er klár leikmaður og hún veit hvernig hún á að spila vörn og við lendum í þessu í nánast hverjum einasta leik. Við reynum að forðast þessi vandræði en náum því oft ekki,” sagði Vladimir að lokum.vísir/báraAntonio: Svöruðum vel síðasta leik Antonio d’Albero þjálfari Breiðabliks var eðlilega svekktur í leikslok en var þó sáttur með það hvernig liðið svaraði eftir slaka frammistöðu í síðustu umferð. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur en við brugðumst vel við í kvöld. Við vorum með nýjan leikmann sem kom í gærkvöldi en mér fannst liðið bregðast vel við og spila nokkuð vel á móti mjög öflugu liði.” „Að auki að spila svona vel og minnka muninn í lokin og tapa aðeins með 10 stigum er jákvæð þróun og vonandi með smá von og heppni getum við farið að vinna leiki og halda okkur uppi” Hann var langt frá því að vera sáttur með byrjun liðsins og tók fljótt leikhlé og lét sínar stelpur aðeins heyra það. „Við byrjuðum alls ekki nógu vel, lentum undir 13-3 og ég varð að taka leikhlé. Ég er búinn að vera vinna með þeim í 2 mánuði og stelpurnar þekkja mig og við fundum lausnir. Breyttum vörninni og löguðum það sem gekk illa.” „Þetta var frábært svar frá þeim eftir leikhléið og það má ekki gleyma að þær eru ungar en þær skildu vel það sem ég vildi gera og þær gerðu það.” Hann sagði skiljanlegt að bandarísku leikmenn liðsins hafi lent í vandræðum í leiknum í kvöld. „Ein er bara nýkomin og Kelly er búin að vera meidd og spilaði ekki seinasta leik. Hún er að koma til baka eftir 20 daga án æfinga þannig þetta er skiljanlegt miðað við það,” sagði Antonio að lokum.vísir/báraGunnhildur: Mjög stolt af okkur Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Breiðablik í kvöld. „Ég er mjög ánægð með sigurinn í kvöld. Á móti Val byrjum við leikinn einfaldlega ekki í fyrsta leikhluta en gekk svo vel eftir hann en í dag byrjuðum við af krafti sem skilaði okkur að lokum 20 stiga forskoti sem kláraði þetta.” Hún sagði liðið alls ekki hafa sýnt neitt kæruleysi í öðrum leikhluta þegar þær misstu forystuna úr 12 stigum niður í 1 stig. „Nei, ég held ekki. Það eru bara áhlaup í þessari íþrótt og þegar þú ert komin 15 stigum yfir þá ertu ekkert með unnin leik . Við vorum ekki nógu skipulagðar en við sýndum í seinni hálfleik að við erum sterkari en þær.” Hún var sammála því að Snæfellsliðið hafi einfaldlega keyrt yfir Breiðablik í seinni hálfleik. „Ég er bara mjög stolt af okkur, við vorum að spila vel í sókn og loksins small vörnin saman hjá okkur á köflum. Auðvitað má alltaf bæta en heilt yfir var þetta bara góður sigur,” sagði Gunnhildur að lokum.vísir/gettySanja: Snæfell einfaldlega sterkara lið Sanja Orazovic leikmaður Blika var svekkt með tap liðsins gegn Snæfelli en sagði þó að liðið hefði einfaldlega verið að leika við sterkara lið. „Við vorum að spila við sterkara lið og við gerðum okkur sekar um mistök í vörn og sókn og því fór sem fór, 10 stiga tap. En í næstu leikjum eigum við Skallagrím og Hauka og þar erum við að horfa á leiki sem við eigum meiri séns í að vinna.” Hún talaði um næstu leiki og var sammála því að það væri mjög mikilvægt fyrir liðið að vinna þá leiki ef liðið á að geta haldið sér uppi. „Já við verðum að vinna og ég vona að við vinnum. Við munum allavega reyna okkar besta.” Hún hafði engar áhyggjur af bandarísku leikmönnum liðsins þrátt fyrir að þær hafi verið í vandræðum í kvöld. „Ivory er auðvitað nýkomin og við þurfum að ná að æfa saman til að ná að tengja betur saman þannig það er svosem skiljanlegt að hún hafi verið í vandræðum,” sagði Sanja að lokum. Dominos-deild kvenna
Breiðablik tók á móti Snæfelli í Smáranum í kvöld en leikurinn var hluti af 15.umferð Domino’s deildar kvenna sem var leikin í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu gestirnir af í seinni hálfleik og unnu að lokum 10 stiga sigur, 72-82. Breiðablik skoraði fyrstu körfuna og leiddu 2-0 en það var í eina skiptið í leiknum þar sem Breiðablik var yfir. Eftir rólega byrjun tóku Snæfell öll völd á vellinum og hótuðu að stinga af snemma í fyrsta leikhluta þegar þær komust í 3-13. En þá tók þjálfari Blika, Antonio d’Albero leikhlé og Blikar tóku við sér eftir það en þær minnkuðu muninn niður í 10-13 áður en Snæfell tók aftur við sér og keyrði framúr Blikunum, staðan að loknum fyrsta leikhluta, 16-28. Blikaliðið var mikið grimmara í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn jafnt og þétt en áfram hélt Snæfellsliðið forystunni og þær leiddu í hálfleik, 37-41. Í seinni hálfleik var hinsvegar nokkuð ljóst hvort liðið myndi klára leikinn en gestirnir úr Stykkishólmi voru fljótir að ná upp miklu forskoti og unnu þriðja leikhlutann með 13 stigum og voru því 17 stig yfir fyrir lokaleikhlutann 50-67. Blikarnir reyndu sitt besta í fjórða leikhlutanum en náðu ekki að minnka muninn nógu hratt niður en munurinn var 20 stig þegar 4 mínútur eftir. Blikar sýndu þó mikinn karakter í lokin og náðu að minnka muninn í 10 stig en það var því miður ekki nóg og Snæfellsliðið tók með sér 2 stig vestur í Stykkishólm.vísir/báraAfhverju vann Snæfell? Snæfellsliðið er líklega með besta byrjunarliðið í deildinni og með mikla reynslu sem er nóg til að klára svona leik á móti liði eins og Breiðablik. Breiðablik reyndi að halda í við þær en því miður þá hittu þær ekki eins vel í seinni hálfleik og í þeim fyrri.Hverjar stóðu upp úr? Kristen McCarthy í liði gestanna var frábær! Hún hvíldi ekki eina sekúndu í leiknum og spilaði allar 40 mínútur leiksins og dagsverkið var nokkuð gott hjá henni. Hún skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst á eftir henni með 22 stig og skilaði að auki 10 fráköstum. Hjá heimastelpum var Sanja Orazovic stigahæst en hún skoraði 27 stig. Næst á eftir henni kom Sóllilja Bjarnadóttir sem skoraði 15 stig. Kelly Farris var í villuvandræðum framan af en skilaði samt sem áður 11 fráköstum á rétt rúmum 20 mínútum.Hvað gekk illa? Bæði lið voru ekki að hitta nógu vel úr þriggja stiga skotum en hvorugt lið náði yfir 30 prósenta nýtingu. Að auki lentu bandarísku leikmenn Breiðabliks í villuvandræðum snemma. Vítin voru einnig ekkert til að hrópa húrra yfir en Snæfell setti niður 12 af 18 vítum á meðan Breiðablik setti niður 9 af 16. Bandarísku leikmenn Blika skoruðu ekki nema 9 stig í kvöld sem er alls ekki nógu gott fyrir leikmenn sem eiga að vera í aðalhlutverki í liðinu.Hvað gerist næst? Breiðablik fer í Borgarnes næstkomandi miðvikudag og mætir þar Skallagrím en þær þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda þar til að ná að nálgast bæði Skallagrím og Hauka í fallbaráttunni. Snæfell tekur hinsvegar á móti Keflavík í stórleik umferðarinnar næstkomandi mánudag í Stykkishólmi.vísir/báraVladimir: Þriðji leikhlutinn gerði útslagið Vladimir Ivankovic aðstoðarþjálfari Snæfells mætti í viðtal eftir leik í stað Baldurs Þorleifssonar. Hann var ánægður með sigur liðsins í kvöld. „Við erum ánægðir með sigurinn í kvöld. Í síðasta leik á móti Val vorum við ekki nógu góð í fyrri hálfleik og við vorum sammála því í kvöld að byrja sterkt sem við gerðum.” „Við áttum góðar 10-12 mínútur í byrjun leiks en svo kom Breiðablik til baka en í seinni hálfleik náðum við 20 stiga forskoti og eftir það snérist þetta bara um að klára leikinn.” Hann sagði að ákvörðun Blika að breyta í svæðisvörn hafi orðið þess valdandi að gestirnir misstu forystuna niður í öðrum leikhluta. „Þær breyttu í svæðisvörn sem gerði okkur erfitt fyrir og við höfðum ekki þolinmæði í að sækja rétt á þær og vörnin okkar fékk að líða fyrir það en í þriðja leikhluta var vörnin og sóknin mun sterkari og það gerði útslagið.” Angelika Kowalska leikmaður Snæfells fékk sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta en spilaði þrátt fyrir það út leikhlutann, Vladimir hafði engar áhyggjur af því að fimmta villan myndi koma. „Við höfðum engar áhyggjur vegna þessa að Angelika er klár leikmaður og hún veit hvernig hún á að spila vörn og við lendum í þessu í nánast hverjum einasta leik. Við reynum að forðast þessi vandræði en náum því oft ekki,” sagði Vladimir að lokum.vísir/báraAntonio: Svöruðum vel síðasta leik Antonio d’Albero þjálfari Breiðabliks var eðlilega svekktur í leikslok en var þó sáttur með það hvernig liðið svaraði eftir slaka frammistöðu í síðustu umferð. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur en við brugðumst vel við í kvöld. Við vorum með nýjan leikmann sem kom í gærkvöldi en mér fannst liðið bregðast vel við og spila nokkuð vel á móti mjög öflugu liði.” „Að auki að spila svona vel og minnka muninn í lokin og tapa aðeins með 10 stigum er jákvæð þróun og vonandi með smá von og heppni getum við farið að vinna leiki og halda okkur uppi” Hann var langt frá því að vera sáttur með byrjun liðsins og tók fljótt leikhlé og lét sínar stelpur aðeins heyra það. „Við byrjuðum alls ekki nógu vel, lentum undir 13-3 og ég varð að taka leikhlé. Ég er búinn að vera vinna með þeim í 2 mánuði og stelpurnar þekkja mig og við fundum lausnir. Breyttum vörninni og löguðum það sem gekk illa.” „Þetta var frábært svar frá þeim eftir leikhléið og það má ekki gleyma að þær eru ungar en þær skildu vel það sem ég vildi gera og þær gerðu það.” Hann sagði skiljanlegt að bandarísku leikmenn liðsins hafi lent í vandræðum í leiknum í kvöld. „Ein er bara nýkomin og Kelly er búin að vera meidd og spilaði ekki seinasta leik. Hún er að koma til baka eftir 20 daga án æfinga þannig þetta er skiljanlegt miðað við það,” sagði Antonio að lokum.vísir/báraGunnhildur: Mjög stolt af okkur Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði Snæfells var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Breiðablik í kvöld. „Ég er mjög ánægð með sigurinn í kvöld. Á móti Val byrjum við leikinn einfaldlega ekki í fyrsta leikhluta en gekk svo vel eftir hann en í dag byrjuðum við af krafti sem skilaði okkur að lokum 20 stiga forskoti sem kláraði þetta.” Hún sagði liðið alls ekki hafa sýnt neitt kæruleysi í öðrum leikhluta þegar þær misstu forystuna úr 12 stigum niður í 1 stig. „Nei, ég held ekki. Það eru bara áhlaup í þessari íþrótt og þegar þú ert komin 15 stigum yfir þá ertu ekkert með unnin leik . Við vorum ekki nógu skipulagðar en við sýndum í seinni hálfleik að við erum sterkari en þær.” Hún var sammála því að Snæfellsliðið hafi einfaldlega keyrt yfir Breiðablik í seinni hálfleik. „Ég er bara mjög stolt af okkur, við vorum að spila vel í sókn og loksins small vörnin saman hjá okkur á köflum. Auðvitað má alltaf bæta en heilt yfir var þetta bara góður sigur,” sagði Gunnhildur að lokum.vísir/gettySanja: Snæfell einfaldlega sterkara lið Sanja Orazovic leikmaður Blika var svekkt með tap liðsins gegn Snæfelli en sagði þó að liðið hefði einfaldlega verið að leika við sterkara lið. „Við vorum að spila við sterkara lið og við gerðum okkur sekar um mistök í vörn og sókn og því fór sem fór, 10 stiga tap. En í næstu leikjum eigum við Skallagrím og Hauka og þar erum við að horfa á leiki sem við eigum meiri séns í að vinna.” Hún talaði um næstu leiki og var sammála því að það væri mjög mikilvægt fyrir liðið að vinna þá leiki ef liðið á að geta haldið sér uppi. „Já við verðum að vinna og ég vona að við vinnum. Við munum allavega reyna okkar besta.” Hún hafði engar áhyggjur af bandarísku leikmönnum liðsins þrátt fyrir að þær hafi verið í vandræðum í kvöld. „Ivory er auðvitað nýkomin og við þurfum að ná að æfa saman til að ná að tengja betur saman þannig það er svosem skiljanlegt að hún hafi verið í vandræðum,” sagði Sanja að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti