Neytendur hvattir til að skoða fjarskiptareikningana sína vel Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Reikningar fjarskiptafyrirtækja geta verið nokkuð flóknir enda oft um margþætta þjónustu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40