Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 312 þúsund í desember og er það vel yfir væntingum greiningaraðila. Þrátt fyrir það jókst þó atvinnuleysi smávægilega og stendur í 3,9 prósentum. Samkvæmt hagtölum jókst meðal tímakaup um 3,2 prósent á milli ára en hún hafði verið í 3,7 prósentum síðustu þrjá mánuði.
Alls fjölgaði störfum um 2,6 milljónir í fyrra, samanborið við 2,2 milljónir árið 2017.
Tölur þessar þykja til marks um styrk hagkerfis Bandaríkjanna, þrátt fyrir minnkun hagvaxtar á heimsvísu og viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína.
AP fréttaveitan segir útlit fyrir áframhaldandi hagvöxt í Bandaríkjunum, þó að líklegast muni eitthvað hægja á honum vegna skattabreytinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.
Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku kipp upp á við þegar tölurnar voru birtar í dag en miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um hagvöxt þessa árs. Forsvarsmenn fyrirtækja sögðu í nýverið könnun að útlit væri fyrir að hagvöxtur gæti byrjað að dragast saman fyrir 2020.
