Lækkun hámarkshraða og bætt lýsing á meðal tillagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:27 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna stýrði fundi umhverfis-og skipulagsnefndar Alþingis um umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut. Vísir/Egill Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00