Skoðar lagalega stöðu sína Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Gamli Byr hefur ekki getað hafið útgreiðslu til kröfuhafa sinna. Fréttablaðið/Stefán Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segir allar tilraunir Íslandsbanka til þess að leita frekara mats á virði lánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 til þess fallnar að tefja lyktir deilu félaganna og koma í veg fyrir að Gamli Byr geti hafið útgreiðslu til kröfuhafa sinna. Skoðar Gamli Byr í því sambandi lagalega stöðu sína. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Gamli Byr skrifaði kröfuhöfum sínum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu segist stjórn Gamla Byrs jafnframt vera reiðubúin til að ræða við Íslandsbanka um mögulegar sættir í málinu. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust dómkvaddir matsmenn nýverið að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs hefðu verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum sparisjóðsins um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslandsbanki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni. Í bréfi Gamla Byrs segir að ef Íslandsbanki kjósi að leita yfirmats muni það tefja málið um að minnsta kosti nokkra mánuði. Að öðrum kosti gæti aðalmeðferð í málinu hafist á síðari hluta þessa árs. Þá segist Gamli Byr gera nokkrar athugasemdir og fyrirvara við skýrslu matsmannanna sem sé ýmsum annmörkum háð. Íslandsbanki geti, að mati félagsins, ekki nýtt sér hana til þess að krefjast skaðabóta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Gamli Byr, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segir allar tilraunir Íslandsbanka til þess að leita frekara mats á virði lánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 til þess fallnar að tefja lyktir deilu félaganna og koma í veg fyrir að Gamli Byr geti hafið útgreiðslu til kröfuhafa sinna. Skoðar Gamli Byr í því sambandi lagalega stöðu sína. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Gamli Byr skrifaði kröfuhöfum sínum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum. Í bréfinu segist stjórn Gamla Byrs jafnframt vera reiðubúin til að ræða við Íslandsbanka um mögulegar sættir í málinu. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust dómkvaddir matsmenn nýverið að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs hefðu verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum sparisjóðsins um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslandsbanki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni. Í bréfi Gamla Byrs segir að ef Íslandsbanki kjósi að leita yfirmats muni það tefja málið um að minnsta kosti nokkra mánuði. Að öðrum kosti gæti aðalmeðferð í málinu hafist á síðari hluta þessa árs. Þá segist Gamli Byr gera nokkrar athugasemdir og fyrirvara við skýrslu matsmannanna sem sé ýmsum annmörkum háð. Íslandsbanki geti, að mati félagsins, ekki nýtt sér hana til þess að krefjast skaðabóta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira