Stofna greiðslufyrirtæki í Litháen Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira