Minnsti hagvöxtur í Þýskalandi í fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 13:54 Úr verksmiðju Porsche í Leipzig, en minni bílakaup Þjóðverja eru meðal annars sögð hafa áhrif á hagvöxt þar í landi. Getty/Marco Prosch Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu. Þýskaland Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 1,5 prósentum á síðasta ári. Vöxturinn hefur ekki verið minni frá árinu 2013. Gert hafði verið ráð fyrir að hagvöxtur ársins 2018 myndi nema um 1,8 prósentum, samanborið við 2,2 prósent í fyrra. Hins vegar eiga óvæntar aðstæður á alþjóðlegum mörkuðum og í bílaiðnaðinum að hafa sett strik í reikninginn fyrir Þjóðverja. Þannig dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi 2018, sem skrifað var á aukna einangrunarhyggju og viðskiptastríð. Margir greinendur höfðu óttast að nýliðinn ársfjórðungur myndi einnig sýna fram á samdrátt - og þannig gefa til kynna að þýskur efnahagur væri í niðursveiflu. Þrátt fyrir að opinberar tölur frá þýsku hagstofunni liggi ekki fyrir benda útreikningar hagfræðinga til þess að það hafi örlað á hagvexti á síðasta ársfjórðungi. Talið er að hann hafi numið um 0,2 prósentum ef marka má breska ríkisútvarpið. Sem fyrr segir má rekja hin hæga vöxt stærsta hagkerfis Evrópu til alþjóðlegra markaða og veikari bílaiðnaðar. Þýskir neytendur eru nú sagðir ólíklegri til að kaupa sér nýja bíla meðan óvissa ríkir um framtíð útblástursviðmiða. Þar að auki á lítið vatnsmagn, til að mynda í Rínarfljóti, að hafa torveldað vöruflutninga sem um leið bitnaði á landsframleiðslu.
Þýskaland Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira