Schultz „ekki með kjarkinn“ til að bjóða sig fram að mati Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2019 18:23 Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af mögulegu forsetaframboði Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Forsetinn segir forstjórann fyrrverandi ekki hafa kjark til þess að bjóða sig fram til forseta. Shultz tilkynnti í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Eins og búast má við af Trump lét hann skoðun sína á mögulegu framboði Schultz í ljós á Twitter fyrr í dag „Howard Schultz hefur ekki „kjarkinn“ í það að bjóða sig fram til forseta. Horfði á hann í 60 mínútum í gær og ég er sammála honum um að hann sé ekki „gáfaðasti einstaklingurinn.“ Skiptir ekki máli, Bandaríkin eru hvort sem er með það! Ég vona bara að Starbucks sé enn þá að greiða mér leiguna fyrir Trump Tower!“ tísti Trump og vitnaði þar í útibú Starbucks í byggingu hans í New York borg. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump, líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í dag.Howard Schultz doesn’t have the “guts” to run for President! Watched him on @60Minutes last night and I agree with him that he is not the “smartest person.” Besides, America already has that! I only hope that Starbucks is still paying me their rent in Trump Tower! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 28, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19