Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2019 18:45 Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“ Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“
Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00