Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. janúar 2019 19:15 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, í öldungadeild Bandaríkjaþings. EPA/Jim Lo Scalzo Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða atkvæði í kvöld um tvö frumvörp sem gætu bundið enda á lokun alríkisstofnana þar í landi. Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í 33 daga og um 800 þúsund alríkisstarfsmenn hafa ekki mætt til vinnu í rúman mánuð og þéna engin laun á meðan. Lokunina má rekja til deilna Repúblikana og Demókrata um fjármögnun landamæramúrs Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Leiðtogar flokkanna tveggja hafa lagt fram hvor sitt frumvarpið til að freista þess að binda enda á lokunina. Afar ólíklegt er að þau fari í gegn um þingið líkt og Vísir greindi frá í vikunni. Frumvarp Repúblikana felur í sér 5,7 milljarða dollara fjármögnun landamæramúrsins í skiptum fyrir þriggja ára vernd fyrir um 700 þúsund börn ólöglegra innflytjenda, svokallaðan DACA-hóp, og rúmlega 300 þúsund ólöglega innflytjendur sem eru í Bandaríkjunum af ýmsum ástæðum, til dæmis af mannúðarástæðum. Frumvarp Demókrata felur í sér fjármögnun alríkisstofnana til 8. febrúar til að skapa svigrúm til að geta samið við forsetann um fjármögnun landamæragæslunnar án þess að það bitni á starfsfólki ríkisins og þjónustu þess. Repúblíkanar eru með 53 atkvæði í öldungadeildinni og Demókratar 47 en 60 atkvæði þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Þá hefur lokun alríkisstofnana einnig haft áhrif á fyrirhugaða stefnuræðu forsetans. Stefnuræðan átti samkvæmt dagskrá að fara fram þriðjudaginn 29. janúar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur ákveðið að leggja ekki fram ályktun í þinginu sem heimilar forsetanum að flytja stefnuræðuna þar til alríkisstofnanir hafa verið fjármagnaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti brást ókvæða við tíðindunum en féllst í gærkvöldi á það að fresta ræðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49