Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nordicphotos/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. Sjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína og gerir nú ráð fyrir heimshagvexti upp á 3,5 prósent í ár en fyrri spá í október síðastliðnum gerði ráð fyrir 3,7 prósenta hagvexti. Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er jafnframt varað við hættunni af því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið án nokkurs útgöngusamnings. „Vaxandi líkur“ séu á því að það verði niðurstaðan. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 1,5 prósent í Bretlandi á þessu og næsta ári en tekur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um spána. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína, með tilheyrandi refsitollum á báða bóga, er ein ástæða þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði hagvaxtarspá sína. Þá býst sjóðurinn auk þess við því að áfram muni hægja á vexti kínverska hagkerfisins og að hann muni nánar tiltekið nema 6,2 prósentum í ár og á næsta ári. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kraftarnir sem hafi stuðlað að kröftugum heimshagvexti frá miðju ári 2017 hafi veikst hraðar undanfarið en áður hafði verið gert ráð fyrir. „Þó svo að þetta þýði ekki að við séum að horfa fram á mikla niðursveiflu, þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir hættumerkjum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira