
Eru börnin okkar að fá næga hreyfingu í skólum?
Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?
Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama?
Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni?
Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum.
Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193)
Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum?
Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.
Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar