Beðið með sölu á lúxusíbúðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira
Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri fyrirtækisins, segir að það fari eftir markaðsaðstæðum hvenær sala hefjist. Kjarasamningar séu lausir og fasteignamarkaðurinn sé í biðstöðu. „Það er ekki óeðlilegt miðað við þá óvissu sem er til staðar,“ segir hann í samtali við Markaðinn. ÞG Verk hafði áður sett lúxusíbúðir í tveimur húsum á Hafnartorginu sem eru nær Lækjargötu til sölu. Samkvæmt söluvef Hafnartorgs eru tíu íbúðir seldar. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í september að sex íbúðir hefðu verið seldar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.„Það mjatlast út,“ segir Þorvaldur. Að hans sögn eru 30 íbúðir í húsunum sem eru til sölu. Samkvæmt söluvefnum eru samanlagt 76 íbúðir á Hafnartorginu. Blokkirnar eru tilbúnar að utan. Reiknað er með að aðrar íbúðir en þær sem eru á efstu hæð verði fullbúnar eftir um tvo mánuði. Efstu hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk og boðið upp á að kaupendur geti valið frágang. Þorvaldur segir að verkefnið kosti um 13-14 milljarða króna. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar sé lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svarar Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið geti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður eru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið að bjóða en annars staðar,“ segir hann og nefnir að það hafi verið reyndin í velheppnaðri uppbyggingu við Akerbryggju í Ósló. „Ég hef fulla trú á að Hafnartorg, verslun, skrifstofur og íbúðir eigi eftir að slá í gegn þegar fram líða stundir.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira