Föttum ekki að nýsköpun er spretthlaup Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. janúar 2019 08:00 „Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu,“ segir Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Eyþór Það þarf að vinna ötullega að því að breyta Íslandi úr einhæfu, sveiflukenndu auðlindahagkerfi – en með ferðamannasprengingunni hefur það færst enn meira í þá átt – í að byggja í ríkari mæli á hátækniiðnaði sem myndi vega á móti sveiflum auðlindanna,“ segir Tryggvi Hjaltason sem er formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og fer fyrir greiningardeild hjá CCP. „Það þurfti ekki meira en að eitt fyrirtæki, WOW air, glímdi við rekstrarvanda til þess að allt hagkerfið léki á reiðiskjálfi. Hátæknifyrirtæki sem selja alþjóðlega geta margfaldast að stærð jafnvel þótt það yrði aflabrestur, olíuverð ryki upp eða ferðamönnum fækkaði hratt. Starfsemi þeirra byggir ekki á þessum gæðum,“ segir hann. Tryggvi segir að mörg lönd átti sig á að hátæknifyrirtæki muni drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni og hafi ráðist í aðgerðir til að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun. „Hér á landi hefur margt gott verið gert. Nema hvað aðrar þjóðir eru að fara enn hraðar í slík verkefni. Við erum ekki að dragast aftur úr vegna aðgerðaleysis heldur af því að við erum ekki að fatta að þetta er spretthlaup. Hefðum við verið meðvituð um það hefði þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verið afnumið en ekki hækkað,“ segir hann. Þakið var hækkað úr 300 milljónum í 600 milljónir um áramótin. Um er að ræða kostnað við þróun sem leyfilegt er að draga frá skatti. En Tryggvi bætir þó við að sú aðgerð stjórnvalda sé engu að síður öflugasta skrefið sem hefur verið stigið í átt að því að auka samkeppnishæfni Íslands alþjóðlega í þessum málum á síðustu árum. „Það skýtur skökku við að það er ekki þak á endurgreiðslum á 25 prósentum af framleiðslukostnaði kvikmynda. Sú löggjöf bendir til að Ísland sækist eftir stórum kvikmyndaverkefnum – sem hefur heppnast – en að við viljum ekki of stór verkefni sem varða rannsóknir og þróun,“ segir hann.Gott að ala hér upp börn Tryggvi segir að Ísland sé ákjósanlegur staður til að ala upp börn og vísar til norræna velferðarkerfisins og að fyrirtæki sýni foreldrum mikinn skilning varðandi veikindi barna og fleira tengt uppeldi þeirra. „Ísland er hins vegar ekki endilega vettvangur áhugaverðra starfa fyrir afkvæmin. Það eru helst tækifæri í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Þessu þarf að breyta. Það þarf að skapa fleiri spennandi hálaunastörf sem tengd eru alþjóðasamfélaginu.“ Aðspurður hvað þurfi til að efla umgjörðina um nýsköpun og þróun, annað en að afnema fyrrnefnt þak á endurgreiðslur við rannsóknir og þróun, bendir hann á að efla þurfi aðgang að vaxtarfjármagni. Það megi t.a.m. gera með byggja brýr til fjárfesta í Bandaríkjunum, eins og gert hafi verið í Ísrael, Írlandi og fleiri löndum.Kóreskur leikjaframleiðandi keypti CCP á 425 milljónir dala á síðasta ári.Vísir/Eþór„Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu. Til að setja stærðirnar í samhengi, þótt þau fyrirtæki hafi ekki orðið að einhyrningum, þá sótti Plain Vanilla 25 milljónir dollara og CCP 40 milljónir dollara á sínum vaxtarskrefum. Það eru þrír og fimm milljarðar króna. Það er trauðla hægt að sækja slíkt fjármagn eingöngu til íslenskra fjárfesta,“ segir hann. Þessu til viðbótar þurfi nýsköpunarfyrirtæki greiðan aðgang að þekkingu. Hana megi nálgast með tvennum hætti. Annars vegar sé hægt að flytja hana inn. „Það þarf að verða auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga og aðlaga þá inn í samfélagið. Það er ekki nóg að þeir fái atvinnuleyfi heldur þurfa makar þeirra það líka og börnin þurfa að komast í alþjóðlega vottaðan skóla. Fólk þarf jú að geta flutt fjölskylduna hingað til lands. Sá þáttur hefur gleymst,“ segir Tryggvi.Menntakerfið að dragast aftur úr Hins vegar þurfi að efla menntakerfið til að mennta fólk til þessara starfa. „Ég hef áhyggjur af því að menntakerfið sé að dragast aftur úr,“ segir hann og nefnir að um þriðjungur útskrifaðra drengja úr grunnskóla kunni ekki að lesa almennilega samkvæmt mælingum menntamálaráðuneytisins. Tryggvi vekur athygli á að þau landsvæði, sem hafi ekki auðnast að taka þátt í síðustu þremur iðnbyltingum, verði illa leikin efnahagslega. Þau svæði sem hins vegar taki þátt njóti góðs af því allt fram að næstu tæknibyltingu. Að þessu öllu sögðu er hann bjartsýnn á framtíðina. „Á Íslandi getur regluverkið tekið mun hraðari breytingum en hjá stærri og svifaseinni ríkjum. Auk þess eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir nýsköpunarráðherra öll dæmi um leiðtoga í stjórnmálum sem skilja vel mikilvægi þess að beina Íslandi á braut nýsköpunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Það þarf að vinna ötullega að því að breyta Íslandi úr einhæfu, sveiflukenndu auðlindahagkerfi – en með ferðamannasprengingunni hefur það færst enn meira í þá átt – í að byggja í ríkari mæli á hátækniiðnaði sem myndi vega á móti sveiflum auðlindanna,“ segir Tryggvi Hjaltason sem er formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og fer fyrir greiningardeild hjá CCP. „Það þurfti ekki meira en að eitt fyrirtæki, WOW air, glímdi við rekstrarvanda til þess að allt hagkerfið léki á reiðiskjálfi. Hátæknifyrirtæki sem selja alþjóðlega geta margfaldast að stærð jafnvel þótt það yrði aflabrestur, olíuverð ryki upp eða ferðamönnum fækkaði hratt. Starfsemi þeirra byggir ekki á þessum gæðum,“ segir hann. Tryggvi segir að mörg lönd átti sig á að hátæknifyrirtæki muni drífa áfram hagvöxt á 21. öldinni og hafi ráðist í aðgerðir til að ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun. „Hér á landi hefur margt gott verið gert. Nema hvað aðrar þjóðir eru að fara enn hraðar í slík verkefni. Við erum ekki að dragast aftur úr vegna aðgerðaleysis heldur af því að við erum ekki að fatta að þetta er spretthlaup. Hefðum við verið meðvituð um það hefði þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verið afnumið en ekki hækkað,“ segir hann. Þakið var hækkað úr 300 milljónum í 600 milljónir um áramótin. Um er að ræða kostnað við þróun sem leyfilegt er að draga frá skatti. En Tryggvi bætir þó við að sú aðgerð stjórnvalda sé engu að síður öflugasta skrefið sem hefur verið stigið í átt að því að auka samkeppnishæfni Íslands alþjóðlega í þessum málum á síðustu árum. „Það skýtur skökku við að það er ekki þak á endurgreiðslum á 25 prósentum af framleiðslukostnaði kvikmynda. Sú löggjöf bendir til að Ísland sækist eftir stórum kvikmyndaverkefnum – sem hefur heppnast – en að við viljum ekki of stór verkefni sem varða rannsóknir og þróun,“ segir hann.Gott að ala hér upp börn Tryggvi segir að Ísland sé ákjósanlegur staður til að ala upp börn og vísar til norræna velferðarkerfisins og að fyrirtæki sýni foreldrum mikinn skilning varðandi veikindi barna og fleira tengt uppeldi þeirra. „Ísland er hins vegar ekki endilega vettvangur áhugaverðra starfa fyrir afkvæmin. Það eru helst tækifæri í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Þessu þarf að breyta. Það þarf að skapa fleiri spennandi hálaunastörf sem tengd eru alþjóðasamfélaginu.“ Aðspurður hvað þurfi til að efla umgjörðina um nýsköpun og þróun, annað en að afnema fyrrnefnt þak á endurgreiðslur við rannsóknir og þróun, bendir hann á að efla þurfi aðgang að vaxtarfjármagni. Það megi t.a.m. gera með byggja brýr til fjárfesta í Bandaríkjunum, eins og gert hafi verið í Ísrael, Írlandi og fleiri löndum.Kóreskur leikjaframleiðandi keypti CCP á 425 milljónir dala á síðasta ári.Vísir/Eþór„Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægasta skrefið fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa orðið að einhyrningum, það er verðmetin á einn milljarð dollara, er hve ríkulega fjármögnun þau fengu á vaxtarstiginu. Til að setja stærðirnar í samhengi, þótt þau fyrirtæki hafi ekki orðið að einhyrningum, þá sótti Plain Vanilla 25 milljónir dollara og CCP 40 milljónir dollara á sínum vaxtarskrefum. Það eru þrír og fimm milljarðar króna. Það er trauðla hægt að sækja slíkt fjármagn eingöngu til íslenskra fjárfesta,“ segir hann. Þessu til viðbótar þurfi nýsköpunarfyrirtæki greiðan aðgang að þekkingu. Hana megi nálgast með tvennum hætti. Annars vegar sé hægt að flytja hana inn. „Það þarf að verða auðveldara að ráða erlenda sérfræðinga og aðlaga þá inn í samfélagið. Það er ekki nóg að þeir fái atvinnuleyfi heldur þurfa makar þeirra það líka og börnin þurfa að komast í alþjóðlega vottaðan skóla. Fólk þarf jú að geta flutt fjölskylduna hingað til lands. Sá þáttur hefur gleymst,“ segir Tryggvi.Menntakerfið að dragast aftur úr Hins vegar þurfi að efla menntakerfið til að mennta fólk til þessara starfa. „Ég hef áhyggjur af því að menntakerfið sé að dragast aftur úr,“ segir hann og nefnir að um þriðjungur útskrifaðra drengja úr grunnskóla kunni ekki að lesa almennilega samkvæmt mælingum menntamálaráðuneytisins. Tryggvi vekur athygli á að þau landsvæði, sem hafi ekki auðnast að taka þátt í síðustu þremur iðnbyltingum, verði illa leikin efnahagslega. Þau svæði sem hins vegar taki þátt njóti góðs af því allt fram að næstu tæknibyltingu. Að þessu öllu sögðu er hann bjartsýnn á framtíðina. „Á Íslandi getur regluverkið tekið mun hraðari breytingum en hjá stærri og svifaseinni ríkjum. Auk þess eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir nýsköpunarráðherra öll dæmi um leiðtoga í stjórnmálum sem skilja vel mikilvægi þess að beina Íslandi á braut nýsköpunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira