Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþolandi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hagsmunamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýnilegur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvandanum á höfuðborgarsvæðinu; lóðaframboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðisvandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flugvöllur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hagsmuna ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa landsbyggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir samstöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhaldsflokkar ekki að hrista upp í kerfinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun